Vel tekið á móti Fúsa

Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið.
Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið.

Fúsi, nýjasta kvikmynd Dags Kára var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndaháttíðinni í Berlín gær. Fram kemur í tilkynningu, að hún hafi fengið góðar viðtökur hátíðargesta auk þess sem hún hafi fengið jákvæða dóma gagnrýnenda, þar á meðal hjá Screen International og The Hollywood Reporter ásamt nokkrum þýskum fjölmiðlum.

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart.  Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr  skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn.

Fúsi, sem ber heitið Virgin Mountain á ensku,er sýnd sem hluti af Berlinale Special Gala, sem samanstendur af myndum sem eru sérstaklega valdar af Dieter Kosslick hátíðarstjóra. Kosslick kynnti myndina sérstaklega fyrir heimsfrumsýninguna og heilsaði upp á Dag Kára og íslensku sendinefndina.

Fúsi hefur nú þegar verið seld til eftirtalinna landa: Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Lúxemborg og Brasilíu. Væntir franska dreifingarfyrirtækið BAC að fleiri tilboð muni berast í kjölfar frumsýningarinnar.

Fúsi verður frumsýnd hér á landi þann 20. mars næstkomandi í Smárabíói, Háskólabíói og Laugarásbíói.

Hér má lesa viðtal sem kvikmyndatímaritið Variety tók við Dag Kára í aðdraganda frumsýningarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir