Fúsi fékk sitt pláss

Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni.
Gunnar Jónsson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni.

„Þetta var frábær frumsýning, við vorum í sjöunda himni,“ segir Agnes Johansen, framleiðandi myndarinnar Fúsa, nýjustu kvikmyndar Dags Kára sem frumsýnd var á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín í fyrradag.  

Myndin hefur þegar fengið jákvæða dóma gagnrýnenda og verið seld til eftirtalinna landa: Þýskalands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Lúxemborgar og Brasilíu.

Að sögn Agnesar var uppselt á frumsýninguna og mikið klappað er sýningu lauk. „Maður veit aldrei hvað gerist, hún er strax farin að seljast,“ segir hún en franska dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið BAC væntir þess að fleiri til­boð muni ber­ast í kjöl­far frum­sýn­ing­ar­inn­ar.

Fúsi seg­ir frá titil­per­són­unni Fúsa, sem er liðlega fer­tug­ur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föst­um skorðum og lítið sem kem­ur á óvart. Hann minn­ir á unga sem hef­ur komið sér þægi­lega fyr­ir í hreiðrinu og hef­ur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans fer allt úr  skorðum og hann þarf að tak­ast á við ým­is­legt í fyrsta sinn.

„Það er svo mikið af myndum, það er auðvelt að týnast á svona hátíðum. Fúsi fékk þó alveg sitt pláss og vakti greinilega athygli,“ segir Agnes. Kvikmyndahátíðin stendur fram á sunnudag og er uppselt á allar sýningar á Fúsa.

Vel tekið á móti Fúsa

Fúsi fer til Berlínar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur klárað í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg