Svo miklu meira en spaugari

Barack Obama var gestur Stewart árið 2012.
Barack Obama var gestur Stewart árið 2012. AFP

Grínistinn og samfélagsrýnirinn Jon Stewart hyggst láta af störfum sem stjórnandi The Daily Show síðar á þessu ári. Stewart hefur unnið hug og hjörtu áhorfenda um allan heim með beittri en jafnframt sprenghlægilegri ádeilu á bandarísk stjórnmál, og verið kærkominn valkostur fyrir þá sem vilja fylgjast með málefnum líðandi stundar en hafa gefist upp á hefðbundnum fréttaþáttum.

Stewart tilkynnti ákvörðun sína við upptökur á þriðjudag. Samningur hans við Comedy Central rennur út í september, en hann sagði óvíst hvenær hann myndi hverfa frá.

„Ég hef engin ákveðin plön,“ sagði spaugarinn, og virtist tárvotur um augun. „Hef margar hugmyndir. Ég hef alls konar hluti í höfðinu. Ég ætla að setjast að kvöldverði með fjölskyldunni á skóladögum, ég hef það eftir mörgum heimildum að þau séu indælis fólk.“

Stewart sagði bæði þáttinn og áhorfendur verðskulda meira en eirðarlausan þáttastjórnanda.

Eftir að tilkynnt var um yfirvofandi brotthvarf Stewart sögðu aðstandendur Comedy Central að hann væri gæddur kómískri snilligáfu og að undir hans stjórn hefði The Daily Show blómstrað í óviðjafnanlegan vettvang pólitískrar fyndni, sem myndi vara um ókomin ár.

Ekki hefur verið tilkynnt um arftaka Stewart né fylgdi sögunni hvert næsta verkefni hans yrði. Hann tók sér leyfi frá störfum árið 2013 til að leikstýra myndinni Rosewater, sem byggir á sögu íransks-kanadísks blaðamanns sem var haldið í einangrun og pyntaður í 118 daga í fangelsi í Tehran.

Stewart, sem er 52 ára gamall, settist við stjórnvöl The Daily Show árið 1999. Á því tímabili sem hann hefur stjórnað þættinum hefur hann unnið til 20 Emmy-verðlauna, auk fjölda annarra verðlauna. Áhorfendur þáttarins hafa verið um 2,2 milljónir talsins að meðaltali.

Grínistinn hefur verið miskunarlaus gagnvart pólitísku elítunni, en hefur engu að síður fengið marga háttsetta gesti í stúdíóið. Meðal þeirra eru Barack Obama, Jimmy Carter og Bill Clinton, Hillary Rodham Clinton, John McCain, Mike Huckabee og Nancy Pelosi.

Hann stóð fyrir „Indecision“ umfjöllun um forseta- og þingkosningar í Bandaríkjunum og átti oft fjörugar viðræður um pólitík við Bill O'Reilly, stjórnanda The O'Reilly Factor á Fox News. Stewart virtist ekki hafa áhyggjur af hlutleysi og var ófeiminn við að segja meiningu sína varðandi menn og málefni.

Á mánudag fjallaði hann um NBC-fréttamanninn Brian Williams, sem hefur verið staðinn að því að ýkja og segja rangt frá, m.a. viðburðum sem áttu að hafa gerst þegar hann flutti fréttir frá Írak. „Loksins er einhver látinn sæta ábyrgð fyrir að villa um fyrir Bandaríkjamönnum varðandi Írakstríðið,“ sagði Stewart, en Wililams var nýlega vikið frá störfum vegna málsins.

Fjöldi þekktra grínista hóf feril sinn hjá The Daily Show, meðal annarra Steve Carrell, Stephen Colbert og John Oliver.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/yu1fg2NOQq/" target="_top">#TBT #breaktheinternet</a>

A video posted by The Daily Show (@thedailyshow) on Feb 5, 2015 at 11:49am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka