65 ára á von á fjórburum

Raunigk á von á sér í sumar.
Raunigk á von á sér í sumar. Skjáskot af vef RTL

65 ára gömul kona í Berlín, sem þegar á þrettán börn, gengur nú með fjórbura. Þýskir fjölmiðlar sögðu frá þessu í dag. Þar kemur fram að konan, sem heitir Annegret Raunigk og starfar sem kennari, hafi ákveðið að reyna að eignast eitt barn í viðbót eftir að dóttir hennar óskaði eftir systkini. 

Raunigk hófst handa og fór í nokkrar tæknisæðingar og tók það ferli um eitt og hálft ár. Þýska sjónvarpsstöðin RTL mun birta viðtal við konuna annað kvöld. Auk barnanna þrettán á konan sjö barnabörn. 

Á vefsíðu RTL kemur fram að meðgangan hafi hingað til gengið vel og Raunigk eigi von á sér í sumar. Þá verður hún elsta fjórburamamma heims. 

Þýska dagblaðið Bild hefur einnig sagt frá óléttunni og hefur eftir Raunigk að fréttirnar hafi komið henni á óvart. „Eftir að læknirinn sá að það voru fjögur börn þurfti ég að velta þessu aðeins fyrir mér,“ sagði  Raunigk í samtali við Bild. Það stóð þó aldrei til að fækka fósturvísum að sögn Raunigk.

Raunigk birtist einnig í viðtali hjá Bild þegar hún eignaðist síðast barn fyrir tíu árum. Það var þá þrettánda barnið hennar. Í því viðtali sagði Raunigk að hún hefði áður fyrr séð fyrir sér að eignast aðeins eitt barn.

Í frétt RTL má sjá stiklu úr viðtalinu við Raunigk sem sýnt verður annað kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur mun meiri áhrif á umhverfi þitt en þú sjálfur heldur. Gættu þess að þú fáir þá viðurkenningu sem þú átt skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav