Nafninu breytt í Hinsegin 100

„K100 er ekki til í dag held­ur heit­ir stöðin Hinseg­in 100,“ seg­ir Sig­urður Þorri Gunn­ars­son tón­list­ar­stjóri hjá út­varps­stöðinni en allri dag­skrá stöðvar­inn­ar verður snúið á hvolf í til­efni Hinseg­in daga sem fara fram nú um helg­ina.

Verða Hinseg­in dag­ar gegn­um­gang­andi þema í öll­um dag­skrárliðum. „Við miðum dag­skránna út frá Hinseg­in dög­um og ætl­um að skemmta okk­ur og fræðast. Við fáum til okk­ar Hinseg­in skemmtikrafta til að skemmta okk­ur og við for­vitn­umst um það sem er að ger­ast á hátíðinni,“ seg­ir Sig­urður.

Hátíðin mun einnig hafa áhrif á tón­lista­valið. „Við mun­um spila st­ereótýpísk hinseg­in lög líka, tónlist sem hef­ur verið tengd rétt­inda­bar­átt­unni eins og til dæm­is I will survi­ve með Gloriu Gayn­or og Ég er eins og ég er með Páli Óskari.“

Páll Óskar verður ein­mitt einn gest­ur stöðvar­inn­ar. „Hann mæt­ir á eft­ir og mun segja okk­ur frá atriðinu sínu á morg­un. Svo för­um við yfir sögu rétt­inda­bar­áttu hinseg­in fólks og við fræðumst um stars­femi Sam­tak­anna 78 með því að fá til okk­ar fólk úr stjórn­inni,“ seg­ir Sig­urður og lof­ar mik­illi hinseg­in-stemn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þér hefur orðið á í messunni og stendur nú uppi með buxurnar á hælunum. Það er fólk nærri þér sem mun mjólka þig eins og það getur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason