„Katie Holmes grætti mig næstum“

Leah Remini er ekki par hrifin af Vísindakirkjunni.
Leah Remini er ekki par hrifin af Vísindakirkjunni. Skjáskot af Instagram

Í dag kemur út bók leikkonunnar Leuh Remini, Troublemaker: Surviving Hollywood and Scientology, en í henni fjallar Remini á opinskáan hátt um líf sitt innan Vísindakirkjunnar, og ákvörðunina um að yfirgefa söfnuðinn.

Leikkonan kom fram í viðtali á dögunum, þar sem hún lýsti líðan sinni sem varð til þess að hún sagði skilið við kirkjuna. Eftir viðtalið barst henni handskrifuð afsökunarbeiðni frá leikkonunni Katie Holmes, sem var áður gift Tom Cruise, einum þekktasta meðlimi Vísindakirkjunnar.

Remini tjáði sig síðan um orðsendinguna í viðtali og sagði meðal annars að afsökunarbeiðnin hefði næstum grætt hana, líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.

„Núna veit ég að hún yfirgaf Vísindakirkjuna með þessum hætti vegna þess að hún varð að vernda dóttur sína. Sem, með vissum hætti, tengir okkur ákveðnum böndum.“

„Nú þekki ég af eigin raun hvað hún var að ganga í gegnum. Á þessum tíma hugsaði ég bara um hvað ég og fjölskylda mín værum að ganga í gegnum, og þrátt fyrir að það væri sársaukafullt áttaði ég mig ekki á því að hún var hugsanlega að ganga í gegnum mun erfiðari hluti.“

Talsmaður kirkjunnar, Karin Pouw, hefur tjáð sig um bók leikkonunnar, sem hún segi uppspuna og til þess gerða að fá athygli.

„Það kemur lítið á óvart að einhver svona sjálfhverf, líkt og Leah Remini, sem er með óseðjandi þörf fyrir athygli skuli notfæra sér fyrrverandi trúarbrögð sín sem auglýsingarbrellu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir