Minnast George Michael

Fjöldi fólks hefur í dag komið að heimilum breska tónlistarmannsins George Michael í London, höfuðborg Bretlands, og þorpinu Goring við ána Thames. Fólk hefur skilið eftir blóm, kerti og fleira til þess að minnast hans.  Michael lést á jóladag 53 ára að aldri.

Frétt mbl.is: Frægð, eiturlyf og þunglyndi

Michael bættist þar með í hóp fjölmargra frægra tónlistarmanna sem létust á árinu en þar á meðal voru Prince, David Bowie, og Leonard Cohen. Michael gerði garðinn meðal annars frægan í dúettnum Wham! og síðar eftir að hann hóf sjálfstæðan feril.

„Hann er táknmynd fyrir landið, tónlistarlega, sem einstaklingur. Hann var stórkostlegur og við munum alltaf minnast hans. Þess vegna er svona mikið af fólki hérna að mínu mati. Þetta er einfaldlega sorgardagur fyrir okkur tónlistarlega og sem þjóð,“ hefur AFP-fréttaveitan eftir aðdáanda sem mættur var við heimili Michaels.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að hafa hemil á löngun þinni til að koma illa fram í dag, sama hversu innilega þú telur aðra eiga það inni hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg