Segir George Michael hafa viljað deyja

Innrömmuð ljósmynd af George Michael og kerti við heimili hans.
Innrömmuð ljósmynd af George Michael og kerti við heimili hans. AFP

Kærasti Michael segir að brotist hafi verið inn á Twitter-reikning hans eftir að fjöldi skilaboða birtist þar sem því er haldið fram að Michael hafi viljað deyja, hafi margoft reynt að fyrirfara sér og það hafi loks tekist.

Skilaboðin voru fern talsins og komu á tveggja mínútna millibili. Búið er að eyða þeim en Fawaz heldur því fram að brotist hafi verið inn á reikninginn hans og óprúttnir aðilar hafi sent skilaboðin.

Verið er að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að kanna áfengis- og eiturlyfjamagn í Michael en hefðbundin krufning reyndist ófullnægjandi.

Nóttina sem Michael lést svaf Fawaz úti í bíl. Segist hann hafa sofnað þar og það hafi því ekki verið fyrr en morguninn eftir að hann fann Michael sem var látinn.

Fawaz segist vera í góðum samskiptum við lögregluna og sé að aðstoða við rannsókn málsins eins og framast sé unnt.

Skjáskot af skilaboðunum sem Fawaz sendi frá sér. Þeim hefur …
Skjáskot af skilaboðunum sem Fawaz sendi frá sér. Þeim hefur verið eytt út af reikningi hans. Twitter/Fadi Fawaz
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir