Stjörnurnar streyma til Cannes

Sir Elton John ætlar að taka lagið í Cannes en …
Sir Elton John ætlar að taka lagið í Cannes en mynd um ævi hans verður frumsýnd á hátíðinni. AFP

Bono, Elton John, Iggy Pop og Tom Waits eru meðal gesta á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes en hátíðin verður sett á morgun enda ekki furða þar sem tónlistarfólk er áberandi í myndum hátíðarinnar í ár.

Opnunarmyndin í ár er The Dead Don't Die sem er bandarísk grínmynd um uppvakninga í leikstjórn Jim Jarmusch. Líkt og oft áður er einvalalið í hópi leikrara hjá Jarmuch en þar má nefna: Bill Murray, Adam Driver, Tilda Swinton, Chloë Sevigny, Steve Buscemi, Danny Glover, Caleb Landry Jones, Rosie Perez, Iggy Pop, Sara Driver, Carol Kane, RZA, Selena Gomez og Tom Waits.

Iggy Pop mun mæta til Cannes í ár eins og …
Iggy Pop mun mæta til Cannes í ár eins og oft áður. AFP

Elton John verður væntanlega áberandi á hátíðinni enda verður kvikmynd um ævi hans, Rocketman, frumsýnd í Cannes og hefur hann heitið því að setjast við píanóið fyrir frumsýninguna og taka nokkur lög. 

Elton John hefur tekið fullan þátt í undirbúningi gerðar myndarinnar en það er eiginmaður hans, David Furnish, sem framleiðir hana. Söngvarinn þykir afar heiðarlegur í myndinni þar sem fjallað er um baráttu hans við að viðurkenna kynhneigð sína, eiturlyfja- og áfengisnotkun. Furnish segir að þeir hafi einfaldlega ekki viljað búa til einhverja glansmynd heldur segja sannleikann sem oft er erfiðara. Annað hafi ekki verið í boði af hálfu Elthon John - sannleikann eða sleppa því að segja þessa sögu. Líf sem hefur bæði leikið við hann en um leið hafi hann átt sínar erfiðu stundir.

Jim Jarmusch er flestum þeim sem fylgjast með kvikmyndum að …
Jim Jarmusch er flestum þeim sem fylgjast með kvikmyndum að góðu kunnur. AFP

Það hefur tekið meira en áratug að koma myndinni á hvíta tjaldið en handritið er skrifað af Lee Hall, sem meðal annars skrifaði handrit Billy Elliot. Jamie Bell fer með hlutverk vinar og samstarfsmanns Elton John, Bernie Taupin. Hann á meðal annars heiðurinn af textum laga eins og Rocketman, Candle in the Wind og I Guess That's Why They Call It The Blues með John. 

Breski leikarinn Taron Egerton fer með hlutverk söngvarans á hans yngri árum og viðurkennir Egerton að það hafi tekið á að hafa John nálægan við tökur. En Elton John er sáttur við frammistöðu Egerton og sagði nýverið í viðtali við Hollywood Reporter að hann hafi einfaldlega haldið að þetta væri hann sjálfur ekki Egerton í myndinni. 

Rihanna mun væntanlega kíkja við í Cannes.
Rihanna mun væntanlega kíkja við í Cannes. AFP

Síðan verður heimildarmynd um Led Zeppelin frumsýnd á hátíðinni og eru nokkrir af liðsmönnum sveitarinnar þegar mættir til Cannes til að vera viðstaddir frumsýninguna. 

Hávær orðrómur er um að Rihanna muni mæta á kvikmyndahátíðina en hún er iðulega í Frakklandi þessi misserin þar sem hún er að setja á laggirnar tískuhús í París, Fenty. 

Bono verður í Cannes.
Bono verður í Cannes. AFP

Bono verður á svæðinu til þess að styðja við frumsýningu á heimildarmyndinni 5B en hún tekur þátt í keppninni í ár. Í myndinni er sögð saga starfsmanna á deildinni 5B á sjúkrahúsinu í San Francisco en þeir voru með þeim fyrstu sem sinntu sjúklingum með alnæmi. 

Píanóleikarinn heimsfrægi James Rhodes, sem hefur glímt við áfallastreituröskun allt frá því kennari nauðgaði honum sem barni, mun einnig verða í sviðsljósinu í Cannes því myndin Instrumental verður einnig sýnd þar. Myndin byggir á sjálfævisögu Rhodes og fer Andrew Garfield með aðalhlutverkið í myndinni sem er framleidd af Lionsgate.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg