Himnastiginn hélt velli

Led Zeppelin á tónleikum í Laugardalshöll fyrir hálfri öld.
Led Zeppelin á tónleikum í Laugardalshöll fyrir hálfri öld. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Liðsmenn bresku rokkhljómsveitarinnar Led Zeppelin eru án efa í sjöunda himni eftir að hafa unnið sigur fyrir dómstólum í deilu sem hefur staðið lengi yfir varðandi upphafsstefið að laginu „Stairway to Heaven“, en því var haldið fram að því hefði verið stolið.

Robert Plant, söngvari hljómsveitarinnar, og Jimmy Page, gítarleikari og aðallagahöfundur Zeppelin, voru sakaðir um að hafa stolið upphafsstefi eins þekktasta lags hljómsveitarinnar úr lagi hljómsveitarinnar Spirit, „Taurus“. 

Page og Plant voru fyrst sakaðir um þetta opinberlega árið 2014 en nú hefur bandarískur áfrýjunardómstóll í San Francisco staðfest dóm sem féll árið 2016 þar sem voru hreinsaðir af ásökunum um riffþjófnað, að því er segir í frétt á vef BBC. 

Taurus var samið árið 1968 og Stairway To Heaven þremur árum síðar. 

Stairway To Heaven hefur verið talið eitt af bestu rokklögumsögunnar og hafa margir fylgst grannt með deilunni. Hefðu þeir Page og Plant, sem sömdu lagið, verið fundnir sekir um þjófnað, þá hefðu þeir staðið frammi fyrir því að þurfa greiða milljónir dala í skaðabætur. 

Gítarleikari Spirit, Randy Wolfe, sem er einnig þekktur sem Randy California, samdi Taurus. Hann lést árið 1997. Michael Skidmore, sem hefur umsjón með eignum Wolfe, höfðaði málið á sínum tíma. 

Led Zeppelin og Spirit léku saman á tónleikum eftir að Taurus var samið og Skidmore hélt því fram að Page hefði heyrt gítarstefið eftir að hafa séð Taurus á tónleikum. Hann vildi meina að uppbygging laganna væri svipuð. 

Réttarhald í málinu, sem vakti heimsathygli, fór fram árið 2016 þar sem Page og Plant gáfu sinn vitnisburð. Kviðdómur hafnaði ásökunum á þeim grunni að lögin væru í eðli sínu ólík. 

Árið 2018 komst áfrýjunardómstóllinn að þeirri niðurstöðu að dómarinn í upphaflega málinu hefði gerst sekur um mistök og sagði að réttað yrði í málinu á nýjan leik. Það endaði svo með dómi 11 dómarar þar sem níu þeirra komust að þeirri niðurstöðu að Stairway to Heaven væri ekki stolið. Stefið hélt velli. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg