Getur ekki verið án íslenskrar plötu

Jeff Ament getur ekki lifað án plötunnar Ágætis byrjun eftir …
Jeff Ament getur ekki lifað án plötunnar Ágætis byrjun eftir Sigur Rós. Ljósmynd/Craig Carper

Bandaríski tónlistarmaðurinn Jeff Ament, sem þekktastur er fyrir að vera bassaleikari hljómsveitarinnar Pearl Jam, segist ekki geta lifað án íslensku plötunnar Ágætis byrjun eftir Sigur Rós.

Ament var til viðtals á vefnum Spin og svaraði þar hvaða fimm plötum hann gæti ekki lifan án. Auk Ágætis byrjunar valdi hann Discreet Music eftir Brian Eno, Bitches Brew með Miles Davis, Laughing Stock eftir Talk Talk og Physical Graffiti eftir Led Zeppelin. 

„Geimverur hafa lent. Þessi tónleikaferð var kannski það besta sem ég hef séð á tónleikum, jafngóðir og Bad Brains árið 1983,“ skrifaði Ament um plötu Sigur Rósar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg