Stofnuðu Iceguys 2004 og leita nú réttar síns

Ólafur Már Svavarsson, Kjartan Arnald og Einar Valur Sigurjónsson stofnuðu …
Ólafur Már Svavarsson, Kjartan Arnald og Einar Valur Sigurjónsson stofnuðu hljómsveitina Iceguys 2004.

Meðlimir hinnar upprunalegu Iceguys hljómsveitar hafa ákveðið að leita réttar síns vegna nafnstuldar en dögunum stofnuðu Herra Hnetusmjör, Rúrik Gíslason, Jón Jónsson, Friðrik Dór Jónsson og Aron Can strákaband undir sama nafni. 

Hinir upprunalegu Iceguys heita Ólafur Már Svavarsson, Kjartan Arnald og Einar Valur Sigurjónsson. Þeir stofnuðu hljómsveitina 2004 eða sama ár og stúlknabandið Nylon varð til. Nú hafa þeir fengið lögmanninn Vilhjálm H. Vilhjálmsson til þess að gæta þeirra hagsmuna. 

Herra Hnetusmjör, Aron Can, Rúrik Gíslason, Friðrik Dór og Jón …
Herra Hnetusmjör, Aron Can, Rúrik Gíslason, Friðrik Dór og Jón Jónsson skipa nýjustu útgáfu Iceguys. Með þeim á myndinni er Orri Hauksson sem er því miður ekki sjötti meðlimur hljómsveitarinnar heldur forstjóri Símans. Ljósmynd/Lilja Hauks

Málið má rekja aftur til 2004 þegar þremenningarnir stofnuðu sveitina Iceguys sem starfrækt var í nokkra mánuði. Hljómsveitin gaf frá sér nokkur lög en þekktast var Let's get to get her sem rataði inn á safnplötuna Svona er sumarið 2004. Fyrr á þessu ári stofnuðu svo fimm aðrir tónlistarmenn nýja hljómsveit sem fékk nafnið Iceguys en um það snýst einmitt deilan. 


„Við teljum það alveg kýrskýrt að við eigum nafnið Iceguys en ekki þeir. Við höfum ekki á neinum tímapunkti fengið ósk eða beiðni um að fá að nota nafnið sem okkur þykir fáránlegt,“ segir Ólafur Már og bætir við:

„Þeir telja sig greinilega vera yfir það hafnir að óska eftir leyfi á notkun á nafni annarrar hljómsveitar fyrir sína eigin hljómsveit. Maður spyr sig hvort einhverjir nýliðar myndu vaða í nafnið Sálin bara af því hún er formlega hætt. Af hverju á eitthvað annað að gilda um okkur? Það er í raun ótrúlegt að við séum í þessum sporum, ég hélt þetta væru reyndir strákar,“ segir Ólafur Már. Hann segir að sveitin verði 20 ára á næsta ári og eru í fullu að undirbúa afmælistónleika sem séu í uppnámi núna vegna þessa máls. 

„Ég get staðfest það að hafa fengið þetta mál til mín. Það er alveg ljóst af minni hálfu og umbjóðenda minna að á þeim sé brotið í þessu máli. Í grunninn snýst þetta um sanngirni og heiðarlega framkomu sem okkur finnst þetta nýja strákaband ekki hafa sýnt af sér. Við munum sækja þetta hart,“ segir Vilhjálmur lögmaður upprunalegu meðlima hljómsveitarinnar. 

Það er töluverð fyrirferð í hinni nýstofnuðu Iceguys hljómsveit og hljómaði sumarsmellur þeirra Rúlletta mikið í teitum sumarsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg