„Til­finn­ing­in að ná mark­miðunum sín­um er ótrú­lega sæt“

Ragn­heiður Kara Hólm, oft­ast kölluð Kara, er 24 ára nemi í hag­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. Í árs­byrj­un 2023 ákvað hún að setja sér mark­mið á skemmti­leg­an máta og deildi því með fylgjendum sínum á TikT­ok í myndbandi sem vakti mikla at­hygli.

Marg­ir kann­ast við að setja sér há­leit mark­mið í byrj­un árs sem gleym­ast svo eft­ir nokkr­ar vik­ur og seg­ist Kara klár­leg hafa verið ein af þeim.

„Í janú­ar 2023 skrifaði ég niður mark­miðin mín fyr­ir árið en mig langaði að finna leið til þess að minna mig á hver þau væru og gera meira úr fögnuðinum þegar ég myndi ná mark­miðunum. Ég ákvað að velja mér sjö stór mark­mið fyr­ir 2023 – einu skil­yrðin voru að þau urðu að vera mik­il áskor­un, skipta mig máli og að ég þyrfti að leggja hart að mér til að ná þeim,“ út­skýr­ir Kara.

„Síðan skrifaði ég hvert mark­mið niður á litla miða og batt þá við kampa­víns­flösk­ur þannig að hver flaska stóð fyr­ir eitt mark­mið. Ég er með flösk­urn­ar á hillu við hliðina á rúm­inu mínu þannig að ég sé þær á hverj­um degi til að minna mig á hvert ég stefni og hvað ég ætla að áorka á ár­inu. Þegar maður legg­ur svona mikið á sig til að ná mark­miðunum sín­um og nær þeim svo loks­ins er extra sætt að fagna þeim með því að opna flösku. Það er svo mik­il stemn­ing sem mynd­ast í kring­um þetta og þá verður bæði ár­ang­ur­inn og fögnuður­inn betri,“ bæt­ir hún við.

Kara segir skemmtileg stemningu hafa myndast í kringum markmiðin sem …
Kara segir skemmtileg stemningu hafa myndast í kringum markmiðin sem hún setti sér.

Mik­il­vægt að staldra við og njóta augna­bliks­ins

Aðspurð seg­ir Kara pæl­ing­una á bak við mark­miðaflösk­urn­ar aðallega vera að gefa sér tíma til að staldra við og njóta augna­bliks­ins þegar mark­miði er náð í stað þess að æða áfram í næsta mark­mið.

„Þegar unnið er að því að ná mark­miðum get­ur veg­ferðin oft verið lær­dóms­rík, erfið og krefj­andi og oft fögn­um við ekki nóg þegar mark­miðinu er loks­ins náð held­ur finn­um bara næsta mark­mið og æðum af stað. Hins veg­ar gefa mark­miðaflösk­urn­ar þetta litla fagnaðaraugna­blik til þess að staldra við og taka eft­ir þeim ár­angri sem hef­ur verið náð,“ seg­ir hún.

Á ár­inu náði Kara að opna fimm af sjö flösk­um. „Mark­miðin sem ég setti mér og náði árið 2023 voru að klára fyrsta árið mitt í hag­fræði, verða Dale Car­negie-þjálf­ari, kom­ast í stjórn í skól­an­um, klára þriðju önn­ina í hag­fræði og að halda mitt fyrsta Dale Car­negie nám­skeið.

Síðan er ég að fara í skipti­nám í byrj­un næsta árs sem var á einni flösk­unni í ár og hún verður opnuð í Madríd í janú­ar. Ég náði því miður ekki að fara í fall­hlíf­ar­stökk þetta árið og opna sein­ustu flösk­una, en það er aldrei að vita nema það mark­mið fær­ist yfir til árs­ins 2024. Til­finn­ing­in að ná mark­miðunum sín­um er ótrú­lega sæt, sér­stak­lega þegar mik­il vinna og metnaður eru á bak við hvert mark­mið,“ seg­ir hún.

Kara mun opna næstu flösku í janúar þegar hún fer …
Kara mun opna næstu flösku í janúar þegar hún fer í skiptinám til Madríd.

Set­ur stefn­una hærra og lengra árið 2024

Kara seg­ist strax vera far­in að und­ir­búa mark­miðaflösk­ur fyr­ir árið 2024. „Það mynduðust svo marg­ar kjarnam­inn­ing­ar tengd­ar mark­miðaflösk­un­um í ár að ég get ekki beðið eft­ir því að ná mark­miðunum mín­um fyr­ir 2024 og safna fleiri minn­ing­um. Upp á síðkastið hef ég verið að spá í því hver mark­miðin mín eigi að vera fyr­ir 2024 en ég er ekki kom­in með eitt­hvað fast eins og er – nema kannski að fara í fall­hlíf­ar­stökk sem var mark­mið frá 2023.

Ann­ars voru tvær flösk­ur ekki með mark­miði í byrj­un janú­ar en svo þegar leið á árið komu til mín alls kon­ar tæki­færi sem ég varð að grípa og gera að mark­miðum. Það er líka allt í lagi að vera ekki með fimm til sjö mark­mið í byrj­un janú­ar. Lífið get­ur verið óút­reikn­an­legt og stund­um koma hlut­ir til okk­ar sem við bjugg­umst ekki við og það er ekk­ert að því að bæta við mark­miðaflösk­um á miðju ári,“ út­skýr­ir hún.

Kara hvet­ur fólk ein­dregið til þess að taka eft­ir eig­in ár­angri og fagna hon­um, enda hafi það gefið henni kraft til að setja sér stærri mark­mið og stefna lengra. Hún tek­ur þó fram að það sé alls ekki nauðsyn­legt að nota áfengi til þess að ná mark­miðum sín­um.

„Það er klár­lega hægt að út­færa þetta á ann­an hátt. Þetta þurfa alls ekki að vera áfeng­ar flösk­ur og það væri mjög sniðugt að nota óá­fengt kampa­vín eða eitt­hvað sams­kon­ar. Auðvitað get­ur fólk út­fært þetta á ann­an hátt með ein­hverju öðru en flösk­um en það eru ein­hverj­ir töfr­ar sem fylgja til­finn­ing­unni að poppa tapp­ann af flösku og skála með fólk­inu sem stóð með þér í að ná mark­miðinu,“ seg­ir hún að lok­um.

Þó svo Kara hafi notað kampavínsflöskur segir hún að það …
Þó svo Kara hafi notað kampavínsflöskur segir hún að það sé vel hægt að útfæra markmiðaflöskurnar á annan máta.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg