Frábrugðin öllum öðrum sýningum

Hildigunnur Birgisdóttir og Dan Byers við eitt verka Hildigunnar á …
Hildigunnur Birgisdóttir og Dan Byers við eitt verka Hildigunnar á Feneyjatvíæringnum. Ljósmynd/Ugo Carmeni

Nú stendur yfir opnun sýningar Hildigunnar Birgisdóttur á Feneyjatvíæringnum. Sýningin ber heitið Þetta er mjög stór tala - Commerzbau. Blaðamaður Morgunblaðsins er staddur í Feneyjum og náði tali af Hildigunni og Dan Byers sýningarstjóra fyrir opnunina.

Hyldýpi af vinnu sem liggur að baki

Hildigunnur segir það vera stórkostlega upplifun að taka þátt í Feneyjatvíæringnum og að mikil vinna liggi að baki sýningu sem þessari.

„Það er búið að ganga á ýmsu. Það til dæmis eyðilagðist eitt verk á leiðinni hingað svo fátt eitt sé nefnt. En þetta er alltaf svoleiðis. Það er hyldýpi af vinnu sem fylgir svona sýningu,“ segir Hildigunnur.

Sýningin lætur lítið yfir sér við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð þá liggur mikil hugsun að baki hverju verki. Eftir því sem sýningargestir verja meiri tíma í rýminu afhjúpast ýmis falin smáatriði og áleitnar spurningar vakna um gildi hins manngerða í samfélagi okkar núna.

„Mig langaði að draga fram allar ósýnilegu hliðarnar af sýningunni. Venjulega er til dæmis veggtextinn ekki hluti af sýningum en í þessu tilfelli er hann stærsti hlutinn. Eins með yfirsetuborðið sem er fyrir miðju sýningarrýmisins. Hér verður yfirsetufólk í átta mánuði og ég vildi hafa þau með í þessu.“

Ákveðin hógværð sem einkennir sýninguna

Byers segist afar ánægður með sýninguna sem er á margan hátt óvenjuleg.

 „Sýning Hildigunnar er mjög frábrugðin öllu öðru sem við sjáum hér á tvíæringnum. Það er ákveðin hógværð í sýningunni en það eru svo margir hér sem ætla sér að gera eitthvað stórt. Þetta er sýning sem gefur manni meira eftir því sem maður dvelur lengur við hana. Sjálfur hef ég verið að fylgjast með fólki og viðbrögðum þess. Fyrst gengur það bara í gegn en svo snýr það við og skoðar sýninguna betur,“ segir Byers.

Nánar er rætt við Hildigunni Birgisdóttur og Dan Byers á menningarsíðum Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir