Fagureygður glæpamaður nýtur vinsælda

Mynd af Jeremy Meeks á Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton.
Mynd af Jeremy Meeks á Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton.

Konur hafa flykkst inn á Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton í Kaliforníu eftir að hún birti mynd af manni sem grunaður er um aðild að fjölda rána og skotárása. Maðurinn, Jeremy Meeks, þykir sérstaklega myndarlegur og það skýrir áhlaup kvennanna á síðuna.

Skömmu eftir að lögreglan dreifði myndinni af Meeks fékk hún yfir 30 þúsund „like“ á Facebook og við hana voru skrifuð yfir 10 þúsund ummæli. Þar tóku margar konur til máls og höfðu orð á því hversu fagureygður Meeks væri og myndarlegur. „Ég er ástfangin af glæpamanni,“ skrifaði m.a. ein konan. „Er hægt að handjárna mig við hann“ sagði önnur. „Hann má ræna mér hvenær sem er,“ sagði sú þriðja.

Þá veltu sumar konurnar því fyrir sér af hverju hann væri á glæpabrautinni þegar hann gæti augljóslega átt farsælan feril sem fyrirsæta. 

Meeks var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á ránum og skotárásum. Byssur fundust m.a. við húsleitir í tengslum við málið. Talsmaður lögreglunnar í Stockton segir að Meeks sé „einn hættulegasti glæpamaður í borginni“. 

Sjá frétt Telegraph um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir