Styrkja myndarlega glæpamanninn

Mynd af Jeremy Meeks á Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton.
Mynd af Jeremy Meeks á Facebook-síðu lögreglunnar í Stockton.

Nú hefur verið opnuð sérstök söfnunarsíða til þess að safna pening handa Jeremy Meeks, en hann var handtekinn í síðustu viku í Stockton í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Meeks, sem var handtekinn í tengsl­um við rann­sókn lög­regl­unn­ar á rán­um og skotárás­um, vakti mikla athygli eftir að lögreglan í Stockton birti mynd af manninum. Myndin er búin að fá rúmlega 95 þúsund „like“ á Facebook og búið er að skrifa við hana um 25 þúsund ummæli. Flestir sem tjá sig eru á því að Meeks sé myndarlegasti glæpamaður í heimi.

Ummæli eins og „...þessar varir“, „Gifstu mér Jeremy“ og „Kannski getum við breytt honum!“ voru sett við myndina. Þó voru nokkrir sem bentu fólki á að þetta væri nú dæmdur glæpamaður sem bæri að varast en ekki veita jákvæða athygli vegna þess hversu myndarlegur hann væri.

Móðir Meeks, Katherine Angier, hefur þó notfært sér þessa gífurlegu athygli og opnað söfnunarsíðu þar sem fólk getur styrkt Meeks og móður hans við að koma honum úr fangelsi. 

Angier segir m.a. á síðunni að sonur hennar sé fórnarlamb staðalímynda þar sem fólk dæmi hann fyrir húðflúr sem hann er með í andlitinu. Jafnframt heldur hún því fram að Meeks sé maður í vinnu sem tengist ekki glæpaklíkum á nokkurn hátt. 

Síðan var opnuð á fimmtudaginn og hafa nú safnast rúmlega 3500 dollarar eða tæp 400 þúsund íslenskra króna. 

Einn hættulegasti glæpamaður Stockton

Ýmsir ættingjar og vinir Meeks hafa tjáð sig á síðunni. Til dæmis segir einn ættingi hans, Jazmon Maghan, að Meeks hafi snúið lífi sínu við fyrir sex árum og að hann sé  frábær sonur, eiginmaður, bróðir og frændi. Jafnframt hafa verið settar inn myndir á síðuna sem sýna Meeks með syni sínum og eiginkonu. 

Meeks, sem er þrítugur, var handtekinn á miðvikudaginn fyrir ólöglegt vopnahald. Meeks var handtekinn ásamt fjórum öðrum og voru fimm ólögleg vopn gerð upptæk.

Talsmaður lögreglunnar sagði að Meeks væri einn hættulegasti glæpamaðurinn á Stockton-svæðinu. Hann getur þó hugsanlega einbeitt sér að öðrum hlutum þegar hann kemst út úr fangelsi, en margir hafa spáð því að Meeks gæti vel starfað sem fyrirsæta.

Segist ekki vera höfuðpaur

Bandaríska fréttastofan ABC tók viðtal við Meeks í fangelsinu þar sem hann beið eftir að réttað væri í máli sínu. Þar sagði hann meðal annars að hann væri ekki þessi mikli glæpamaður sem allir halda. „Ég kann að meta athyglina en ég vill bara að fólk viti að þetta er ekki ég, ég er ekki einhver höfuðpaur í glæpagengjum.“

Meeks hefur þó áður setið í fangelsi fyrir þjófnað.

Samkvæmt lögreglunni í Stockton var Meeks stöðvaður er hann keyrði bíl með tveimur farþegum. Eftir að leitað var framsæti bílsins fannst 9 mm skammbyssa og lítið magn af kannabis. Einnig fundust í skotti bílsins fjögur önnur vopn.

„Fagureygður glæpamaður nýtur vinsælda“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir