Neyddu fólk til að taka eigin grafir

Flóttafólk á Íslandi | 25. febrúar 2024

Neyddu fólk til að taka eigin grafir

Eftir að Rússar voru hraktir burt af svæðinu vorið 2022 kom séra Mykhailo Ivanyak í þorpið Jahídne í Úkraínu, þar sem um 300 manns, þar af mörgum börnum, hafði verið haldið föngnum í kjallara skólabyggingar þar sem höfuðstöðvar Rússa í þorpinu voru.

Neyddu fólk til að taka eigin grafir

Flóttafólk á Íslandi | 25. febrúar 2024

Séra Mykhailo Ivanyak.
Séra Mykhailo Ivanyak. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir að Rússar voru hraktir burt af svæðinu vorið 2022 kom séra Mykhailo Ivanyak í þorpið Jahídne í Úkraínu, þar sem um 300 manns, þar af mörgum börnum, hafði verið haldið föngnum í kjallara skólabyggingar þar sem höfuðstöðvar Rússa í þorpinu voru.

Eftir að Rússar voru hraktir burt af svæðinu vorið 2022 kom séra Mykhailo Ivanyak í þorpið Jahídne í Úkraínu, þar sem um 300 manns, þar af mörgum börnum, hafði verið haldið föngnum í kjallara skólabyggingar þar sem höfuðstöðvar Rússa í þorpinu voru.

Og það voru engar venjulegar aðstæður. Mykhailo stendur upp og sest á hækjur sér á gólfinu. „Svona þurfti fullorðna fólkið að vera, svo lágt var til lofts.“

Hversu lengi?  

„Í heilan mánuð. Og fólk fékk ekki nema brýnustu nauðsynjar á meðan. Margir dóu þarna.“

Frá eyðileggingunni í Tsjernihív.
Frá eyðileggingunni í Tsjernihív. AFP

Þurftu að syngja rússneska þjóðsönginn

Fyrir utan ömurlegan aðbúnað sótti stöðugur ótti að fólkinu. „Það vissi að þarna væru höfuðstöðvar Rússa og þess vegna mátti alveg eins búast við því að úkraínski herinn myndi reyna að sprengja skólann, án þess að vita af sínu fólki í kjallaranum. Rússarnir neyddu fólkið líka til að taka grafir – sem menn voru býsna vissir um að væru ætlaðar þeim sjálfum.“

Sjálfur tók Mykhailo þátt í að jarða gamlan mann sem var látinn er að var komið.

Hann segir rússneska herinn ekki aðeins hafa troðið á fólkinu sjálfu, heldur einnig menningu þess og gildum. Þannig fékk enginn fangi að fara út til að fá sér ferskt loft nema hann væri búinn að syngja rússneska þjóðsönginn. Þá voru úkraínskar bókmenntir rifnar niður og notaðar sem klósettpappír. Grimmdin var algjör.“

Fólk varð mjög skelkað

Séra Mykhailo lá uppi í rúmi heima í klaustrinu í borginni Tsjernihív og var að hlusta á Vladimír Pútín Rússlandsforseta í símanum sínum lýsa þjóð sinni stríð á hendur. Nánast í sömu andrá heyrði hann í fyrstu flugvélum rússneska hersins fljúga yfir borgina.

„Það trúðu því fáir að Rússar myndu láta verða af því að ráðast á Úkraínu,“ segir Mykhailo, „og myndi það gerast töldu menn líklegast að það yrði í suðausturhluta landsins, nærri Krímskaga eða Donbas, en ekki nærri Tsjernihív í norðri. Þetta kom því flatt upp á fólk sem varð að vonum mjög skelkað.

Hann segir Rússa hafa lagt höfuðkapp á að ná herflugvelli í grenndinni á sitt vald en þeirri sókn var hrundið sem aftur átti þátt í því að bjarga Kænugarði frá því að falla í hendur óvininum.

„Þetta olli Rússum mikilli gremju og fyrir vikið urðu þeir vígmóðari en ella; létu sprengjunum rigna yfir okkur, með tilheyrandi mannfalli og tjóni á innviðum, svo sem brúm og vegum, vatnsveitu og rafmagni. Þeir lögðu sig sérstaklega eftir því að láta sprengur falla á raðir, þar sem fólk beið eftir nauðsynjum, vatni og brauði. Ég hef verið herprestur frá 2014 og áður séð stríðsátök en miskunnarleysi Rússa kom eigi að síður flatt upp á mig; þeir veigruðu sér ekki við því að drepa óbreytta borgara.“

Tvö ár eru liðin um þessar mundir frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Þessum tímamótum hafa verið gerð góð skil í Morgunblaðinu síðustu daga og svo verður áfram næstu daga.

Nánar er rætt við séra Mykhailo í Sunnudagsblaðinu en hann er prestur úkraínsku grísk-kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

mbl.is