Danska leyniþjónustan segir að hætta á hryðjuverkum í Danmörku og gagnvart Dönum í öðrum löndum, hafi aukist eftir að dönsk blöð endurbirtu skopmyndir af Múhameð spámanni í febrúar.
Segir leyniþjónustan að myndbirtingin hafi leitt til neikvæðar athygli á Danmörku í mörgum löndum og afleiðingin geti verið aukin hryðjuverkaógn.
Óljóst var hvort um borist hefðu beinar hótanir gegn Danmörku eða Dönum. Þá er ekki vitað til þess að öryggisgæsla við opinberar byggingar og lykilmannvirki hafi verið aukin.
Eina hryðjuverkaárásin, sem gerð hefur verið í Danmörku, var árið 1985 en þá sprakk sprengja utan við skrifstofur North West Orient flugfélagsins í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og annar særðist. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru fundir sekir um árásina og dæmdir í ævilangt fangelsi.