Rose rýfur þögnina

Flemming Rose
Flemming Rose AFP

Flemming Rose, sem var ritstjóri Jyllands-Posten þegar umdeildar skopmyndir af Múhameð spámanni voru birtar í blaðinu, sakar blaðið um að reyna að þagga niður í honum. Hann segir að hryðjuverkamennirnir hafi haft betur.

Rose rýfur þögnina um það sem gerðist á bak við tjöldin þegar teikningarnar voru birtar í blaðinu og eftirmál þess í nýrri bók sem kemur út á mánudag. Bókin, De besatte, er umfjöllunarefni viðtals við Rose í Weekendavisen um helgina.

Skrifstofur Jyllands-Posten og Politiken í Kaupmannahöfn.
Skrifstofur Jyllands-Posten og Politiken í Kaupmannahöfn. AFP

Hann sakar útgáfustjórn JP um tvískinnung og segir að hún hafi staðið á bak við hann opinberlega á sama tíma og hún reyndi bak við tjöldin að þagga niður í honum.

Þetta hafði þau áhrif að hryðjuverkamennirnir höfðu betur, þeir stóðu uppi sem sigurvegarar að lokum.

Westergaard teiknar sína síðustu teikningu fyrir Jyllands-Posten í mars 2010. …
Westergaard teiknar sína síðustu teikningu fyrir Jyllands-Posten í mars 2010. Sama ár braust maður inn á heimili hans vopnaður öxi og hníf. AFP

Að sögn Rose voru línurnar lagðar um hvað hann mætti segja og skrifa um teikningarnar og málefni tengd þeim í samkomulagi sem lagt var fyrir hann árið 2011. Það voru fyrrverandi aðalritstjóri, Jørn Mikkelsen, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins sem átti Jyllands-Posten á þessum tíma, Lars Munch og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Jørgen Ejbøl, sem lögðu fram samkomulagið. Í því fólst bann við að Rose tæki þátt í sjónvarps- og útvarpsumræðum ef teikningarnar voru umræðuefnið.

Rose lét af störfum hjá JP í fyrra og segir hann að hann hafi verið sakaður um að hafa verið fyrirtækinu ótrúr og heltekinn af umræðunni sem birting teikninganna olli.

„Þú átt barnabörn, hugsar þú ekki um þau?“ á Ejbøl aðjafa sagt við Rose í fyrra eftir að sá síðarnefndi samþykkti að taka viðtal við hollenska stjórnmálamanninn Geert Wilders, sem er formaður þjóðernispopúlistaflokksins Þjóðarflokkurinn, á opinberum vettvangi.

AFP

Eigendur Jyllands-Posten, JP/Politikens Hus, hafa ekki tjáð sig um bókina en Munch, sem er nú stjórnarformaður félagsins, segir í yfirlýsingu að þetta snúist ekki um Flemming Rose heldur að bjarga störfum yfir tvö þúsund starfsmanna blaðsins.

Rose var ritstjóri menningarumfjöllunar hjá Jyllands-Posten árið 2005 og birti 12 háðsteikningar af Múhameð spámanni. Myndbirtingin hafði gríðarlega áhrif víða um heim. Myndirnar voru síðan endurbirtar í franska ádeiluritinu Charlie Hebdo ári síðar. Í janúar 2015 drápu íslamskir vígamenn 12 manns á ritstjórn blaðsins og víðar. Rose, sem er 58 ára gamall, er enn undir lögregluvernd vegna morðhótana gegn honum. Ítrekað hefur verið reynt gera árásir á skrifstofur Jyllands-Posten og er mikil öryggisgæsla á blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka