Farþegaflugvélar saknað

Flugvél af sömu gerð og vélin sem um ræðir
Flugvél af sömu gerð og vélin sem um ræðir HO

Farþega­flug­vél­ar Air France flug­fé­lags­ins með 231 inn­an­borðs er saknað úti fyr­ir strönd Bras­il­íu en flug­vél­in var á flugi yfir Atlants­hafi er fjar­skipta­sam­band rofnaði og hún hvarf af rat­sjám. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um tals­manns Char­les de Gaulle alþjóðaflug­vall­ar­ins í Par­ís var vél­in, sem er af gerðinni Air­bus A330, á leið frá Rio de Jan­eiro til Par­ís­ar. Seg­ir hann hugs­an­legt að ein­ung­is sé um bil­un í fjar­skipta­búnaði að ræða en að slíkt sé mjög sjald­gæft. Þá hafi flug­vél­in ekki lent í Par­ís á til­sett­um tíma. Málið valdi því mikl­um áhyggj­um

Neyðar­mót­taka hef­ur verið sett upp á Char­les de Gaulle fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem eru um borð í vél­inni. Dom­in­ique de Buss­ereau, aðstoðarsam­gönguráðherra Frakk­lands, var vænt­an­leg­ur á flug­völl­inn.

Flug­vél­in var með 216 farþega og 15 manna áhöfn inn­an­borðs. Sam­band við vél­ina rofnaði klukk­an 6 að ís­lensk­um tíma en hún átti að lenda á Char­les de Gaulle flug­velli klukk­an 9:10.

mbl.is/​Krist­inn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert