Enn lík um borð í flugvélinni

Nú hefur verið staðfest að lík farþega eru enn um borð í flaki Air France flugvélarinnar sem fannst um helgina, tveimur árum eftir að hún hrapaði í Atlantshafið.

Samgönguráðherra Frakklands, Nathalie Kosciusko-Morizet, sagði frá þessu í útvarpsviðtali á Radio France fyrir skemmstu.

228 manns létust þegar flugvélin hrapaði í sjóinn, en aðeins 51 lík fannst á sínum tíma. Til þess hefur aðeins brak úr vélinni fundist fljótandi á yfirborði sjávar, þar til flakið fannst um helgina á sjávarbotni. Talsmaður rannsóknardeildar flugslysa í Frakklandi segir að það sem fannst sé stærstur hluti skrokkar vélarinnar.

Brak úr Air France þotunni sem saknað hefur verið síðan …
Brak úr Air France þotunni sem saknað hefur verið síðan 2009 flutt í land til rannsóknar. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert