Farþegarnir voru frá 31 landi

Fólk á leið í neyðarmiðstöð á flugvellinum í París þar …
Fólk á leið í neyðarmiðstöð á flugvellinum í París þar sem ættingjar og vinir þeirra sem fórust fengu áfallahjálp. Reuters

73 Frakkar, 58 Brasilíumenn og 26 Þjóðverjar voru á meðal þeirra sem voru í Airbus-þotunni sem fórst í Atlantshafi. Alls komu farþegarnir frá 31 landi og á meðal þeirra var einn Íslendingur.

Í þotunni voru 216 farþegar, þar af 126 karlmenn, 82 konur og átta börn, þeirra á meðal eitt ungbarn. Tólf menn, allir frá Frakklandi, voru í áhöfninni, þeirra á meðal þrír flugmenn.

Hér fylgir listi yfir fjölda farþega eftir þjóðerni:

61 frá Frakklandi.

58 frá Brasilíu.

26 frá Þýskalandi.

9 frá Kína og Ítalíu.

6 frá Sviss.

5 frá Bretlandi og Líbanon.

4 frá Ungverjalandi.

3 frá Írlandi, Noregi og Slóvakíu.

2 frá Bandaríkjunum, Marokkó og Póllandi.

1 frá Argentínu, Austurríki, Belgíu, Danmörku, Eistlandi, Filippseyjum, Gambíu, Hollandi, Íslandi, Kanada, Króatíu, Rúmeníu, Rússlandi, Suður-Afríku, Svíþjóð og Tyrklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert