Farþegarnir voru frá 31 landi

Fólk á leið í neyðarmiðstöð á flugvellinum í París þar …
Fólk á leið í neyðarmiðstöð á flugvellinum í París þar sem ættingjar og vinir þeirra sem fórust fengu áfallahjálp. Reuters

73 Frakk­ar, 58 Bras­il­íu­menn og 26 Þjóðverj­ar voru á meðal þeirra sem voru í Air­bus-þot­unni sem fórst í Atlants­hafi. Alls komu farþeg­arn­ir frá 31 landi og á meðal þeirra var einn Íslend­ing­ur.

Í þot­unni voru 216 farþegar, þar af 126 karl­menn, 82 kon­ur og átta börn, þeirra á meðal eitt ung­barn. Tólf menn, all­ir frá Frakklandi, voru í áhöfn­inni, þeirra á meðal þrír flug­menn.

Hér fylg­ir listi yfir fjölda farþega eft­ir þjóðerni:

61 frá Frakklandi.

58 frá Bras­il­íu.

26 frá Þýskalandi.

9 frá Kína og Ítal­íu.

6 frá Sviss.

5 frá Bretlandi og Líb­anon.

4 frá Ung­verjalandi.

3 frá Írlandi, Nor­egi og Slóvakíu.

2 frá Banda­ríkj­un­um, Mar­okkó og Póllandi.

1 frá Arg­entínu, Aust­ur­ríki, Belg­íu, Dan­mörku, Eistlandi, Fil­ipps­eyj­um, Gamb­íu, Hollandi, Íslandi, Kan­ada, Króa­tíu, Rúm­en­íu, Rússlandi, Suður-Afr­íku, Svíþjóð og Tyrklandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert