47,5% hafna niðurskurðaráætlun

Reuters

Tæplega helmingur Grikkja telur að gríska þingið eigi að hafna fyrirhuguðum niðurskurðaráætlunum stjórnvalda. Niðurskurðurinn er skilyrði sem sett voru fyrir neyðarláni Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem gríska blaðið To Vima lét framkvæma.

80% Grikkja fylgjandi evrunni

Tæplega 90% aðspurðra sögðust vera svartsýnir á hvaða leið Grikkland væri en um 80% eru fylgjandi því að landið sé eitt af aðildarríkjum myntbandalags Evrópu.

Alls töldu 47,5% aðspurðra að hafna ætti niðurskurðarfrumvarpinu og að boða ætti til þingkosninga strax. Skoðanakönnunin var gerð áður en Papandreou forsætisráðherra gerði breytingar á ríkisstjórn sinni í gær, samkvæmt frétt Reuters.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert