Úrhelli og þrumuveður í Danmörku

Mynd á vef dönsku veðurstofunnar sýnir hvar eldingum sló niður …
Mynd á vef dönsku veðurstofunnar sýnir hvar eldingum sló niður í morgun.

Mikið þrumuveður gekk yfir Danmörku í nótt og morgun og segir danska veðurstofan, að 30 þúsund eldingum hafi lostið niður. Þá hefur rignt mikið.

Fram kemur á vef Berlingske, að óveðrið hafi fyrst farið yfir Jótland og Fjón og síðan yfir Sjáland. Úrkoman á eyjunni Møn mældist m.a. 29 millimetrar.

Veðurfræðingar segja, að skil liggi yfir Danmörku milli mjög hlýs lofts sem kemur frá Austur-Evrópu og kalds lofts frá Bretlandseyjum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert