Búa sig undir hrun evrunnar

Frá heimsborginni Sydney.
Frá heimsborginni Sydney. Reuters

Stærstu bankar Ástralíu eru í viðbragðsstöðu fari allt á versta í veg í Evrópu og Evrópusambandið gliðni í sundur vegna skuldakreppunnar. Felst varúðarráðstöfunin meðal annars í því að tryggja að lánalínur verði opnar.

Málið verður tekið fyrir á ársfundum stórbankanna Westpac, National Australia Bank og ANZ á næstu dögum.

Sagt er frá málinu á viðskiptavefnum Business Spectator en þar kemur m.a. fram að National Australia Bank sé talinn einna best búinn undir gliðnun Evrópusambandsins í ljósi starfsemi bankans í gegnum samstarfsbankann Clydesdale Bank á Bretlandi. En National Australia Bank ætti, svo dæmi sé tekið, hagsmuna að gæta ef hrun í Evrópu setti strik í reikning bresks fjármálalífs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert