ESB herðir aðgerðir gegn Sýrlandi

Frá mótmælum í Sýrlandi.
Frá mótmælum í Sýrlandi. AFP

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa ákveðið að herða enn refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Þetta var ákveðið á fundi þeirra í morgun.

Þetta er í 15. skipti sem sambandið ákveður slíkar aðgerðir gegn Sýrlendingum. Ekki liggur fyrir í hverju þær felast.

Ekkert lát er á átökunum í landinu, en í morgun létust að minnsta kosti 23 hermenn og tugir særðust í átökum í borginni Rastan. Mannréttindasamtök segja að tugir hafi einnig særst í árásum stjórnarhersins á borgina Homs í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert