Frysta eignir og banna ferðir

AP

Í refsiaðgerðunum, sem utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna ákváðu að beita Sýrlendinga í morgun, felst meðal annars frysting eigna og farbann.

Aðgerðunum er beint gegn fyrirtækjum og einstaklingum sem taldir eru fjármagna vopnakaup Sýrlandsstjórnar til þess að geta beitt sér gegn óbreyttum borgurum í landinu.

ESB-ríkin hafa áður samþykkt 15 slíkar aðgerðir, meðal þeirra eru bann á útflutningi lúxusvarnings til Sýrlands, en Bashar al-Assad forseti landsins og eiginkona hans hafa verið dyggir kaupendur þess. Alls hefur Evrópusambandið sett 126 einstaklinga og 41 fyrirtæki á svartan lista, auk þess að frysta fjármuni og eignir í bönkum í löndum sambandsins, banna innflutning frá Sýrlandi og setja hömlur á viðskipti með gull og aðra eðalmálma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert