Kvartanir sagðar hafa borist fyrir morðið

Oscar Pistorius og Reeva Steenkamp við verðlaunaathöfn í Jóhannesarborg í …
Oscar Pistorius og Reeva Steenkamp við verðlaunaathöfn í Jóhannesarborg í nóvember sl. AFP

Lögregla í S-Afríku er að rannsaka fullyrðingu um að öryggisverðir við hús Oscars Pistorius hafi farið inn í húsið tveimur tímum áður en Reeva Steenkamp lést vegna kvartana frá nágrönnum um að ónæði bærist frá húsi Pistorius.

Þetta kemur fram í breska blaðinu Telegraph. Steenkamp var skotin til bana um kl. 3 um nóttina. Pistorius hefur verið ákærður fyrir morð en hann neitar sök.

Í frétt Telegraph segir einnig að lögregla hafi rætt við Samönthu Taylor, sem er fyrrverandi kærasta Pistorius. Hún sagði í viðtali við blað í S-Afríku á síðasta ári að hún væri „tilbúin til að greina frá því hvað Pistorius hefði látið hana ganga í gegn um“.

Jenna Edkins, sem hefur verið í sambandi við Pistorius öðru hverju síðustu fimm árin, skrifaði á Twitter að Pistorius hefði aldrei lyft litla fingri gegn sér og hún hefði aldrei óttast hann.

Pistorius átti byssur sem hann geymdi heima hjá sér. Hann æfði sig reglulega að skjóta af þeim. Henke Pistorius, faðir hans, segir að sonur sinn hafi alist upp við skotvopn en hafnaði því að hann væri eitthvað sérstaklega upptekinn af byssum.

Áður en Steenkamp lést hafði hún tekið þátt í raunveruleikaþætti sem var tekinn upp á Jamaíku. Fyrirhugað er að sýna þættina í S-Afríku þrátt fyrir að Steenkamp sé látin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert