Kvartanir sagðar hafa borist fyrir morðið

Oscar Pistorius og Reeva Steenkamp við verðlaunaathöfn í Jóhannesarborg í …
Oscar Pistorius og Reeva Steenkamp við verðlaunaathöfn í Jóhannesarborg í nóvember sl. AFP

Lög­regla í S-Afr­íku er að rann­saka full­yrðingu um að ör­ygg­is­verðir við hús Oscars Pistorius hafi farið inn í húsið tveim­ur tím­um áður en Reeva Steenkamp lést vegna kvart­ana frá ná­grönn­um um að ónæði bær­ist frá húsi Pistorius.

Þetta kem­ur fram í breska blaðinu Tel­egraph. Steenkamp var skot­in til bana um kl. 3 um nótt­ina. Pistorius hef­ur verið ákærður fyr­ir morð en hann neit­ar sök.

Í frétt Tel­egraph seg­ir einnig að lög­regla hafi rætt við Samönt­hu Tayl­or, sem er fyrr­ver­andi kær­asta Pistorius. Hún sagði í viðtali við blað í S-Afr­íku á síðasta ári að hún væri „til­bú­in til að greina frá því hvað Pistorius hefði látið hana ganga í gegn um“.

Jenna Ed­kins, sem hef­ur verið í sam­bandi við Pistorius öðru hverju síðustu fimm árin, skrifaði á Twitter að Pistorius hefði aldrei lyft litla fingri gegn sér og hún hefði aldrei ótt­ast hann.

Pistorius átti byss­ur sem hann geymdi heima hjá sér. Hann æfði sig reglu­lega að skjóta af þeim. Hen­ke Pistorius, faðir hans, seg­ir að son­ur sinn hafi al­ist upp við skot­vopn en hafnaði því að hann væri eitt­hvað sér­stak­lega upp­tek­inn af byss­um.

Áður en Steenkamp lést hafði hún tekið þátt í raun­veru­leikaþætti sem var tek­inn upp á Jamaíku. Fyr­ir­hugað er að sýna þætt­ina í S-Afr­íku þrátt fyr­ir að Steenkamp sé lát­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert