Vitni skýra frá „hávaðarifrildi“

Pistorius í réttarsalnum í morgun.
Pistorius í réttarsalnum í morgun. mbl.is/afp

Vitni heyrðu „stans­laust ösk­ur“ frá heim­ili Oscars Pistorius í aðdrag­anda þess að hann banaði unn­ustu sinni, Reeva Steenkamp, árla morg­uns á valentínus­ar­dag­inn. Hann hef­ur verið ákærður fyr­ir mann­dráp að yf­ir­lögðu ráði.

Pistorius hef­ur kraf­ist þess að vera lát­inn laus gegn trygg­ingu meðan á morðmál­inu stend­ur og er fyr­ir­taka þeirr­ar kröfu fyr­ir rétti í dag, ann­an dag­inn í röð. Sak­sókn­ar­ar lögðust í morg­un gegn því að hann fengi frelsi og vitnuðu til þess að heima hjá hon­um hefðu fund­ist gögn um banka­reikn­inga í skatta­skjól­um og því væri ástæða til að ótt­ast að hann flýði land.

Fram kom í dag, að vitni hafi heyrt langvar­andi og há­vært rifr­ildi ber­ast frá húsi Pistorius milli klukk­an tvö og þrjú að nóttu að staðar­tíma. Sjálf­ur sagðist Pistorius fyr­ir rétt­in­um í gær hafa verið sof­andi þar til augna­bliki áður en hann skaut gegn­um hurð á sal­erni þar sem hann hélt inn­brotsþjóf hafa leitað. Hann sagðist hafa haldið Steenkamp sofa við hlið sér en áttað sig síðar að hún var ekki í rúm­inu og þá hafi runnið upp fyr­ir sér, að ef til vill hafi hún verið á sal­ern­inu en ekki óboðinn gest­ur.

Stjórn­andi lög­reglu­rann­sókn­ar­inn­ar, Hilt­on Botha, sagði að Steenkamp hafi verið full­klædd er hún var skot­in en hann kom á vett­vang klukk­an 4:15 að morgni. Hafi hún þá legið lát­in á gólfi jarðhæðar, klædd hvít­um stutt­bux­um og svörtu vesti og þakin hand­klæðum.

Botha sagði lög­regl­una hafa lagt hald á tölvukubb með upp­lýs­ing­um um banka­reikn­inga Pistorius í skatta­skjól­um. Til­vist þeirra gerðu að verk­um að ætla mætti að hann reyndi að flýja land. „Við vilj­um ekki annað Dew­ani-mál,“ sagði Botha og vísaði þar til Shrien Dew­ani, sem komst til Bret­lands og ber­set þar gegn framsali sínu til Suður-Afr­íku þar sem hann er eft­ir­lýst­ur og sakaður um að hafa bruggað laun­ráð um morð á konu sinni, Anni, árið 2010.

Hilton Botha, stjórnandi morðrannsóknarinnar.
Hilt­on Botha, stjórn­andi morðrann­sókn­ar­inn­ar. mbl.is/​afp
Óvíst er að takist í dag að ljúka málflutningi vegna …
Óvíst er að tak­ist í dag að ljúka mál­flutn­ingi vegna kröfu um að Pistorius verði lát­inn laus gegn trygg­ingu. mbl.is/​afp
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert