Pistorius fær ferðafrelsi

00:00
00:00

Suður-afr­íski hlaup­ar­inn Oscar Pistorius, sem er ákærður fyr­ir morð á unn­ustu sinni, hef­ur fengið heim­ild til þess að ferðast eft­ir að breyt­ing var gerð á skil­yrðum lausn­ar hans gegn trygg­ingu.

Dóm­ari í Pret­oria seg­ir að hlaup­ar­inn megi ferðast úr landi til þess að keppa svo lengi sem hann upp­fylli þau skil­yrði sem sett eru. Eins má hann snúa aft­ur heim til sín í Pret­oria þar sem hann skaut Reevu Steenkamp til bana. Hann seg­ir að um voðaskot hafi verið að ræða en sak­sókn­ari er ekki á sama máli og tel­ur að um morð að yf­ir­lögðu ráði sé að ræða.

Sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varps­ins hafnaði dóm­ar­inn hins veg­ar beiðni Pistorius um að hann þyrfti ekki að hitta skil­orðsfull­trúa og að hann gæti sleppt því að mæta í lyfja- og áfeng­is­mæl­ingu reglu­lega. Pistorius var sjálf­ur ekki viðstadd­ur upp­kvaðningu úr­sk­urðar­ins í dag. 

Heimili Oscars Pistorius í Pretoria
Heim­ili Oscars Pistorius í Pret­oria AFP TV
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert