Amanda segist döpur og óttaslegin

Amanda Knox sem fyrr í kvöld var dæmd í 28 ára fangelsi fyrir morðið á Meredith Kercher árið 2007 sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfarið þar sem kemur fram að hún telji niðurstöðu dómstólsins í Flórens óréttaláta. Hún segist döpur og óttaslegin að hún hafi búist við öðru af ítalska dómskerfinu.

„Sönnunargögn og málatilbúnaður ákæruvaldsins réttlæta ekki sakfellingu enda ekki komin lögfull sönnun á sekt í málinu. Það hefur ávallt skort á sönnunargögn og ég og fjölskylda mín höfum þjáðst gríðarlega vegna ofsókna ákæruvaldsins,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig kemur fram að hún telji niðurstöðuna sýna að réttarkerfið ítalska geti ekki sætt sig við eigin mistök og reiði sig frekar á ótrúverðuga framburði og ónóg sönnunargögn.

Knox er búsett í Seattle í Bandaríkjunum og hyggst ekki snúa til Ítalíu sjálfviljug. Það verði hins vegar að koma í ljós hvort bandarísk stjórnvöld framselji hana. „Ég er óttaslegin og döpur yfir þessum óréttláta dómi. Eftir að hafa verið sýknuð áður átti ég von á einhverju betra frá ítalska dómskerfinu.“

Amanda Knox
Amanda Knox
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert