Amanda segist döpur og óttaslegin

00:00
00:00

Am­anda Knox sem fyrr í kvöld var dæmd í 28 ára fang­elsi fyr­ir morðið á Meredith Kercher árið 2007 sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í kjöl­farið þar sem kem­ur fram að hún telji niður­stöðu dóm­stóls­ins í Flórens óréttaláta. Hún seg­ist döp­ur og ótta­sleg­in að hún hafi bú­ist við öðru af ít­alska dóms­kerf­inu.

„Sönn­un­ar­gögn og mála­til­búnaður ákæru­valds­ins rétt­læta ekki sak­fell­ingu enda ekki kom­in lög­full sönn­un á sekt í mál­inu. Það hef­ur ávallt skort á sönn­un­ar­gögn og ég og fjöl­skylda mín höf­um þjáðst gríðarlega vegna of­sókna ákæru­valds­ins,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Einnig kem­ur fram að hún telji niður­stöðuna sýna að rétt­ar­kerfið ít­alska geti ekki sætt sig við eig­in mis­tök og reiði sig frek­ar á ótrú­verðuga framb­urði og ónóg sönn­un­ar­gögn.

Knox er bú­sett í Seattle í Banda­ríkj­un­um og hyggst ekki snúa til Ítal­íu sjálf­vilj­ug. Það verði hins veg­ar að koma í ljós hvort banda­rísk stjórn­völd fram­selji hana. „Ég er ótta­sleg­in og döp­ur yfir þess­um órétt­láta dómi. Eft­ir að hafa verið sýknuð áður átti ég von á ein­hverju betra frá ít­alska dóms­kerf­inu.“

Amanda Knox
Am­anda Knox
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert