Mistök í kjölfar slyss Schumachers?

Michael Schumacher
Michael Schumacher Mynd/AFP

Þýska dagblaðið Bild heldur því fram í dag að afdrifarík mistök hafi verið gerð í kjölfar skíðaslyss ökuþórsins Michaels Schumachers í desember. Í stað þess að fljúga með hann beint á bráðadeild spítalans í Grenoble, var flogið með hann á héraðssjúkrahús í bænum Moutiers. 

Í blaðinu segir að hver einasta mínúta skipti máli þegar um höfuðáverka sé að ræða. Er því haldið fram að læknarnir sem skoðuðu Schumacher á slysstað hafi metið stöðuna vitlaust og sent hann á rangan stað. Um 70 km eru á milli Moutiers og Grenoble. Alls tók klukkustund að flytja hann til Grenoble, þar sem hann liggur enn í dag í vegna þess að hann var fyrst fluttur á héraðssjúkrahúsið í Moutiers. Hefði verið hægt að flytja hann beint til Grenoble á innan við 20 mínútum. 

Blaðið varpar einnig fram spurningum um það hvað hafi í raun og veru gerst á slysstað þar sem hjálmur Schumachers var mölbrotinn þrátt fyrir að hann hafi aðeins skíðað á eðlilegum hraða. Í blaðinu er rætt við skíðagæslumann sem kom að Schumacher á slysstað. Segir hann að hjálmurinn hafi verið brotinn og að „það hafi verið blóð út um allt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka