Vill færa réttarhöldin til Washington

Dzhokhar Tsarnaev.
Dzhokhar Tsarnaev.

Maðurinn sem grunaður er um að staðið að baki sprengjuárásinni á Boston-maraþonið á síðasta ári ásamt bróður sínum hefur óskað eftir því að réttarhöldin yfir honum verði flutt til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington, með þeim rökum að hann eigi ekki eftir að fá réttláta málsmeðferð í Boston.

Maðurinn, Dzhokhar Tsarnaev, hefur verið ákærður fyrir að standa að baki sprengjuárásinni ásamt bróður sínum Tamerlan en hún kostaði þrjá lífið og særði 264 aðra. Tamerlan lét lífið í skotbardaga við lögregluna. Gert er ráð fyrir að Dzhokhar komi fyrir dóm í nóvember en hann gæti staðið frammi fyrir dauðarefsingu verði hann sakfelldur.

Lögmenn Dzhokhar lögðu fram ósk um að réttarhöldin yrði haldin í Washington í gær með þeim rökstuðningi að með því yrði tryggt að skjólstæðingur þeirra fengi réttláta málsmeðferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert