Krefjast þess að fá að umskera

Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. Margar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúfanlegan þátt menningar sinnar og berjast gegn lögbanni stjórnvalda. AFP

Kyn­slóðabil hef­ur mynd­ast hjá Maasai-ætt­bálkn­um í aust­ur­hluta Afr­íku vegna þeirr­ar alda­gömlu hefðar að skera burt ytri kyn­færi kvenna. Á hita­fundi Maasai-kvenna í Kenýa í júlí and­mæltu marg­ar eldri kvenna harðlega banni gegn slíkri lim­lest­ingu. Yngri kon­ur og karl­ar eru hins­veg­ar mörg frá­hverf umsk­urði.

Um millj­ón Maasai-manna býr í Kenýa og Tans­an­íu, í aust­ur­hluta Afr­íku. Stjórn­völd beggja landa hafa bannað lim­lest­ingu á kyn­fær­um kvenna með lög­um, en verknaður­inn er þó enn stundaður í fjöl­mörg­um Maasai-þorp­um og mik­il mótstaða er gegn af­skipt­um yf­ir­valda af hefðinni, ekki síst meðal eldri kvenna.

Ung­ar stúlk­ur flýja heimaþorp sín

Við lá að upp úr syði þegar 500 Maasai-kon­ur komu sam­an á mót­mæla­fundi í En­korika í Kenýa, um 75 km frá Naíróbí. Þar lýstu marg­ar kon­ur áhyggj­um af því að ung­ar stúlk­ur gengju ekki út og en yrðu þess í stað laus­læti að bráð, vegna þess að þær hefðu ekki verið umskorn­ar. Þetta væri and­stætt gild­um Maasai-fólks­ins. Sum­ar kvenn­anna hótuðu kyn­lífs­verk­falli, þ.e. að neita eig­in­mönn­um sín­um um kyn­líf ef þeir sýndu ekki stuðning við bar­áttu þeirra.

Það fylg­ir hins­veg­ar sög­unni að æ fleiri ung­ir Maasai-karl­ar, sem í aukn­um mæli yf­ir­gefa þorp­in um tíma til að stunda nám í borg­un­um, séu að verða and­snún­ir þess­ari meðferð á kon­um. Þá eru dæmi þess að ung­ar stúlk­ur flýi úr Maasai-þorp­um til að forðast kyn­færalim­lest­ingu. 

Ein þeirra er Faith Lenk­ihs­hon, 12 ára göm­ul, sem strauk að heim­an þegar henni barst til eyrna að brátt yrði hún umskor­in. „Ég get aldrei snúið aft­ur heim, vegna þess að ef ég geri það þá gætu þau ákveðið að umskera mig,“ sagði hún í viðtali við BBC. Lenk­ihs­hon fékk inni á heim­ili fyr­ir stúlk­ur sem hafa flúið, þar sem meiri áhersla er lögð á að ung­ar stúlk­ur fái mennt­un en að þær gangi í hjóna­band.

Taka ekki mark á rök­um lækn­is­fræðinn­ar

BBC ræddi við eina kvenn­anna, Esther Sham­ashina, sem vitnaði í sva­hí­lí-málsátt sem seg­ir að þeir sem snúi baki við menn­ingu sinni verði þræl­ar. „Hvers vegna vill fólk gera mig að þræl?“ spurði hún og vísaði á bug rök­um lækn­is­fræðinn­ar fyr­ir því að lim­lest­ing á kyn­fær­um sé ógn við heilsu kvenna.

„Við telj­um að það sé auðveld­ara fyr­ir konu sem hef­ur verið umskor­in að fæða barn. Ef stúlka sem ekki hef­ur verið umskor­in verður þunguð, þá verður að skera hana áður en hún fæðir og þá fær hún ör. Ann­ars get ég, sem móðir, ekki snert slíka stúlku. Hún er saurguð og mun aldrei finna eig­in­mann,“ sagði Sham­ashina.

UNICEF, barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, áætl­ar að yfir 125 millj­ón stúlk­ur og kon­ur í heim­in­um hafi mátt þola kyn­færalim­lest­ingu. Mik­ill meiri­hluti þeirra er í Afr­íku, en verknaður­inn er þó á und­an­haldi og stuðning­ur við hann fer minnk­andi í öll­um lönd­um þar sem hann er enn stundaður, að sögn SÞ.

Ekki trú­ar­legs eðlis

Kyn­færalim­lest­ing er ekki trú­ar­legs eðlis held­ur liggja ræt­ur henn­ar frem­ur í fá­fræði og sam­fé­lags­bundu kynjam­is­rétti þar sem litið er á kon­ur sem eign karla. Þótt kyn­færalim­lest­ing sé gjarn­an tengd mús­lím­um er hún ekki bund­in íslam, held­ur er hún m.a. út­breidd í sam­fé­lagi krist­inna í Níg­er­íu og í ætt­bálk­um eins og Maasai, sem eru nátt­úru­trú­ar. Í sum­um mús­líma­sam­fé­lög­um er kyn­færalim­lest­ing for­dæmd, s.s. í Afr­íku­rík­inu Márít­an­íu þar sem 34 íslamsk­ir fræðimenn gáfu árið 2010 út s.k. fatwa, trú­ar­leg­an dóm, gegn slík­um aðgerðum.

Maasai-fólkið hef­ur skorið kyn­færi kvenna í hundruð ára. Hefðin virðist eiga upp­runa sinn í þjóðsög­unni um Naipei, unga stúlku sem lagðist með höfuðand­stæðingi ætt­bálks­ins. Sam­kvæmt sög­unni var henni refsað með kyn­færa­sk­urði, til að koma í veg fyr­ir þær kyn­ferðis­legu hvat­ir sem ráku hana áfram. All­ar göt­ur síðan hafa Maasaistúlk­ur verið skorn­ar um það leyti sem þær ná kynþroska, 12–14 ára gaml­ar, í því skyni að bæla kyn­löng­un­ina og verja þannig heiður þeirra.

Þess má geta að Maasai-dreng­ir eru einnig umskorn­ir í n.k. mann­dómsvígslu. Sú aðgerð er þó ekki eins harka­legt inn­grip og í lík­ama stúlkna og hef­ur sjaldn­ast jafnal­var­leg­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar.

Ólík­legri en mæður þeirra til að verða lim­lest­ar

Mik­il­vægt skref var tekið þegar stjórn­völd í Tans­an­íu gerðu lim­lest­ingu á kyn­fær­um kvenna refsi­verða með lög­um sem samþykkt voru 1998, og stjórn­völd í Kenýa tóku sama skref árið 2002. Í des­em­ber í fyrra gerði lög­regla í norður­hluta Tans­an­íu rass­íu á at­höfn Maasai-fólks þar sem verið var að umskera tugi stúlkna.

Fátítt er þó að fjöl­skyld­um sé refsað, og til­raun­ir stjórn­valda til að koma í veg fyr­ir þenn­an verknað hafa enn tak­markaðan ár­ang­ur borið. Maasai-sam­fé­lagið er afar náið og þau fylgja eig­in regl­um um­fram lands­lög­um. Að sögn SÞ bend­ir þó ým­is­legt til að ut­anaðkom­andi áhrif séu smám sam­an far­in að breyta lífs­hætti Maasai-fólks­ins og að draga muni mjög úr tíðni umsk­urða með nýrri kyn­slóð. Von­ir standa til að siðvenj­an deyi á end­an­um út.

Viðamik­il rann­sókn SÞ sem birt var í fyrra bend­ir til þess að í þess­um tveim­ur lönd­um séu stúlk­ur í dag þre­falt ólík­legri til að verða fyr­ir lim­lest­ingu en mæður þeirra voru.

Auk þeirra Afr­íkulanda sem nefnd eru hér að ofan hef­ur kyn­færalim­lest­ing einnig verið bönnuð með lög­um á Fíla­beins­strönd­inni, í Benín, Dj­í­bútí, Egyptalandi, Erít­r­eu, Eþíóp­íu, Gana, Gín­eu, Níg­er, Níg­er­íu, Mið-Afr­íku­lýðveld­inu, Senegal, Tsjad, Tógó og Úganda.

Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
Frá fjöldafundi Maasai-kvenna í Enkorika, Kajiado, í Kenýa um kynfæralimlestingar. …
Frá fjölda­fundi Maasai-kvenna í En­korika, Kajia­do, í Kenýa um kyn­færalim­lest­ing­ar. Marg­ar þeirra, ekki síst hinar eldri, telja hefðina órjúf­an­leg­an þátt menn­ing­ar sinn­ar og berj­ast gegn lög­banni stjórn­valda. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert