70 ár frá handtöku Önnu Frank

Anna og fjölskylda hennar voru handtekin af stormsveitum nasista þann …
Anna og fjölskylda hennar voru handtekin af stormsveitum nasista þann 4. ágúst 1944.

Sjötíu ár eru í dag liðin frá handtöku gyðingastúlkunnar Önnu Frank sem hélt dagbók yfir árin 1942-

1944 þegar fjölskylda hennar var ofsótt af nasistum. Anna var síðar flutt í Bergen-Belsen

útrýmingarbúðirnar þar sem hún lést í byrjun marsmánaðar árið 1945.

Hún var handtekin ásamt fjölskyldu sinni og fjórum öðrum þann 4. ágúst 1944 í bakhúsið við Prinsengracht í Amsterdam, en nafnlaus ábending til SS-sveitanna um vistarverur þeirra leiddi til handtöku fjölskyldunnar.

Fjölskyldan flúði Þýskaland og uppgang nasismans árið 1933 og flutti til Hollands þar sem þau voru handtekin.

Dagbók Önnu Frank var stíluð á Kitty og var rituð frá júnímánuði 1942 þar til nokkrum dögum fyrr en fjölskyldan var handtekin tveimur árum síðar. Anna skrifaði um líf sitt og fjölskyldu sinnar og mótunarár sín í felum fyrir nasistum.

Ottó Frank, faðir Önnu, var eini fjölskyldumeðlimurinn sem lifði af veru sína í útrýmingarbúðunum. Hann fékk dagbók dóttur sinnar í hendurnar frá Miep Gies, sem hafði aðstoðað fjölskylduna við að halda þeim í felum fyrir nasistum. Ottó gaf bókina út árið 1947 en síðan þá hefur hún verið þýdd á yfir 60 tungumál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert