Apple herða öryggi eftir lekamál

Jennifer Lawrence
Jennifer Lawrence mbl.is/AFP

Apple mun herða öryggi iCloud, eftir að persónulegum myndum af frægu fólki var stolið og þeim lekið á netið, að sögn Tim Cook, framkvæmdastjóra Apple. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins.

Meðal ann­ars er um nekt­ar­mynd­ir að ræða af fræg­um leik­kon­um eins og Jenni­fer Lawrence.

Tilkynningar verða nú sendar notendum tölvuskýsins þegar gögn eru færð yfir á ný tæki, er haft eftir Cook. Hann segir möguleika á því að tölvuþrjótarnir hafi giskað á rétt lykilorð, en einnig hafi þeir mögulega nálgast myndirnar í gegnum vefveiðasvæði. Hann segir þó ekki hafa verið brotist inn í öryggiskerfi Apple.

Fyrirtækið sendir nú þegar tilkynningar til notenda þegar nýtt tæki reynir að komast inn á aðgang eða reynir að breyta lykilorði þeirra. Apple mun byrja að senda tilkynningar um notkun á notendareikningum eftir um tvær vikur.

„Þegar ég stíg til baka frá þessum hræðilegu aðstæðum og spyr hvort við hefðum getað gert eitthvað, þá hugsa ég um vitundarvakningu,“ sagði Cook í samtali við Wall Street Journal. „Ég held að það sé á okkar ábyrgð að herða það. Það er í raun ekki verkfræðilegur þáttur.“

Myndirnar taldar stolnar úr skýjunum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert