„Við elskum þig og söknum þín“

Alice Gross
Alice Gross

Fjölskylda bresku skólastúlkunnar Alice Gross, sem hvarf fyrir fjórum vikum, sendi í morgun frá sér hjartnæma beiðni til stúlkunnar um að koma heim svo fjölskyldan geti sameinast á ný.

Í dag ætlar Lundúnalögreglan að fara nákvæmlega yfir atburðarrásina daginn sem Gross hvarf, 28. ágúst sl., eins og talið er að hún hafi verið. 

Í yfirlýsingu frá  Gross-fjölskyldunni kemur fram að þau trúi því einfaldlega ekki að Alice sé ekki hjá þeim og á hverjum morgni komi angist upp í huga þeirra. „Við biðlum til Alice. Ef þú ert þarna einhversstaðar - komdu til okkar þar sem þú átt heima. Við elskum þig og söknum þín,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni, samkvæmt frétt Independent.

Fjölskyldan biðlar einnig til almennings um að hafa samband ef þeir hafi einhverjar upplýsingar sem geti komið að gagni við leitina. 

Guardian greinir frá því í dag að dæmdur morðingi, sem Lundúnalögreglan grunar um að hafa orðið valdur að hvarfi Alice Gross, verði ekki handtekinn ef hann hefur flúið land. 

Arnis Zalkalns, sem er frá Lettlandi en hefur verið búsettur í Bretlandi í meira en áratug, er nú leitað en ef hann finnst eru ekki nægar sannanir gegn honum svo hægt sé að handtakan á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar.

Líkt og fram hef­ur komið hvarf Alice Gross þann 28. ág­úst í Eal­ing í vest­ur­hluta Lund­úna­borg­ar. Bak­poki henn­ar fannst skammt frá stíg við ána Brent, milli Hanwell brú­ar­inn­ar og Grand Uni­on skipa­sk­urðar­ins þann 2. sept­em­ber.

Ekk­ert hef­ur spurst til Arn­is Zalkaln frá 3. sept­em­ber og í síðustu viku leitaði lög­regl­an til starfs­fé­laga sinna í Lett­landi um að kanna hvort Zalkalns hafi snúið aft­ur til heima­lands­ins.Þar var hann dæmd­ur fyr­ir að hafa myrt eig­in­konu sína árið 1998 og sat í fang­elsi fyr­ir morðið í sjö ár.

Lögreglan gagnrýnd

Arnis Zalkalns er grunaður um að hafa átt aðild að …
Arnis Zalkalns er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi Alice Gross. Ljósmynd Lundúnalögreglan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert