Vita ekki enn hvað dró Alice til dauða

Krufning leiddi ekki í ljós hvað dró Alice til dauða …
Krufning leiddi ekki í ljós hvað dró Alice til dauða en unnið er að frekari rannsóknum. AFP

Banamein Alice Gross, ungu stúlkunnar sem fannst látin í ánni Bent í London þegar henni hafði verið saknað í fimm viku, liggur enn ekki fyrir. Krufning leiddi ekki í ljós hvað dró hana til dauða en unnið er að frekari rannsóknum.

Búist er við því að rannsókn  á andlátinu muni taka að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar, en enn á eftir að ljúka leit í tengslum við rannsóknina.

Leitin að Alice er eitt stærsta verkefni bresku lögreglunnar á síðustu árum. Lögreglan hefur þó verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft upplýsingar um Arnis Zalkalns þegar leitin hófst, en hann er grunaður um að hafa myrt Alice.

Zalkalns sat í fangelsi í Lettlandi fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Þá hefur lögregla einnig verið gagnrýnd fyrir að hafa verið lengi að finna lík Alice.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert