Fleiri Bretar vilja úr Evrópusambandinu

mbl.is

Fleiri Bretar vilja ganga úr Evrópusambandinu en sem vilja vera áfram innan þess ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið YouGov gerði fyrir síðustu helgi. Samtals vilja 44% yfirgefa sambandið en 35% vera þar áfram.

Fram kemur í breskum fjölmiðlum að sama fyrirtæki hafi gert hliðstæða skoðanakönnun fyrir viku síðan þar sem 40% vildu segja skilið við Evrópusambandið en 41% vera áfram innan þess. Miklar sveiflur hafi verið í þeim efnum á undanförnum vikum og mánuðum.

Haft er eftir Stephan Shakespeare, framkvæmdastjóra YouGov, að hann sé sannfærður um að takist David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að endursemja um að einhverju leyti um veruna í Evrópusambandinu kjósi breskir kjósendur að vera áfram í sambandinu í fyrirhuguðu þjóðaratkvæði sem Cameraon hefur heitið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert