Sameinuðu þjóðirnar fagna ákvörðuninni

Raul Castro ávarpaði þjóð sína í dag.
Raul Castro ávarpaði þjóð sína í dag. AFP

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fagnaði ákvörðun stjórnvalda í Banda­ríkj­un­um og á Kúbu um að hefja viðræður um að taka upp stjórnmálasamband. Jafnframt hefur forseti Kúbu kallað ákvörðunina tímamótaskref.

„Sameinuðu þjóðarnar eru tilbúnar til þess að aðstoða báðar þjóðir við að rækta nágrannasambönd sín,“ sagði Ban á blaðamannafundi í dag.

Þakkaði hann Barack Obama, forseta Bandaríkja, og Raul Castro, forseta Kúbu, fyrir að „taka þetta mikilvæga skref í áttina að því að koma sambandi þjóðanna í jafnvægi,“ og sagði þetta vera „mjög góðar fréttir.“

Obama sagði frá því að dag að Bandaríkin muni koma aftur á diplómata-samskiptum við Kúbu eftir fimm áratuga hlé. Bandaríkin munu opna sendiráð á næsta ári í Havana. 

Stjórn­völd á Kúbu hafa sleppt Banda­ríkja­mann­in­um Alan Gross sem hef­ur setið í fang­elsi í Kúbú í fimm ár. Banda­rík­in hafa á móti sleppt þrem­ur Kúbu­mönn­um sem voru fang­elsaðir á Flórída fyr­ir njósn­ir. 

Forseti Kúbu, Raul Castro sagði að fangaskiptin hefðu rutt leiðina fyrir tímamótaskrefi. 

„Við höfum ákveðið að endurvekja tengslin. Þetta þýðir ekki að aðalvandamálið hafi verið leyst, það er viðskiptabannið,“ sagði hann í ávarpi í dag. 

Castro lofaði jafnframt Obama fyrir að hafa frumkvæði að því að endurvekja tengslin.

„Þessi ákvörðun Obama á skilið virðingu og viðurkenningu,“ sagði hann og bætti við þökkum til Frans páfa sem hjálpaði til og var milliliður.

„Ég vil þakka Vatíkaninu fyrir stuðninginn, þá sérstaklega Frans páfa,“ sagði Castro. 

Þíða í samskiptum Kúbu og Bandaríkjanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert