Veðri kennt um hrap vélar AirAsia

Leitað að vél AirAsia.
Leitað að vél AirAsia. AFP

Veðurstofa Indónesíu telur að slæm veðurskilyrði hafi grandað þotu AirAsia, sem fórst á sunnudaginn.

Frumrannsóknir benda til þess að ísing hafa valdið því að hreyflar vélarinnar biluðu. Um borð í vélinni voru 162, en vélin var á leiðinni frá Surabaya í Indónesíu til Singapúr. 

Fjórir stórur hlutar úr vélinni hafa þegar fundist, sem hefur vakið vonir manna um að finna skrokk vélarinnar. Einungis 30 lík hafa fundist frá því leitin hófst. Að sama skapi hefur flugriti vélarinnar, hinn svonefndi svarti kassi, ekki fundist.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert