70 ár frá loftárásinni á Dresden

Þess var minnst í dag að sjötíu ár eru liðin frá loftárásum breskra og bandarískra flugvéla á þýsku borgina Dresden í Þýskalandi.

Fórnarlambanna var minnst víða í Dresden í dag og í kvöld, þá aðallega í kirkjum. Fjöldi fólks lagði til að mynda blómsveiga að minningarsteinum um þá fjölmörgu sem fórust í árásum bandamanna og þá komu jafnframt þúsundir manna saman við óperuhúsið í miðborginni til að minnast næturinnar þegar Dresden brann.

Sagnfræðingar hafa sagt að árásin hafi verið hreinn stríðsglæpur sem hafi kostað tugi þúsunda almennra borgara lífið. Þó er enn þann dag í dag deilt um hversu margir létu lífið í árásunum. Margir sagnfræðingar hafa sammælst um að talan sé á bilinu 135 þúsund til 200 þúsund. Hærri tölur hafa einnig verið nefndar, sem og lægri, og virðist viðtekin skoðun sagnfræðinga í dag vera sú að allt að 25 þúsund manns hafi fallið.

Loftárásirnar á Dresden hófust þann 13. febrúar árið 1945 og stóðu alls í tvo daga. Þúsundum tonna af eldsprengjum var varpað á borgina sem brann í sjö daga og átta nætur. Var hitinn í borginni um nokkurt skeið um 1.800°C.

Mótmælagöngur nýnasista hafa oft á tíðum varpað skugga á minningarathafnir vegna árásanna og var þess vegna umtalsverður viðbúnaður lögreglu við óperuhúsið í kvöld.

Kerti voru í Dresden í kvöld í minningu fórnarlamba loftárásanna …
Kerti voru í Dresden í kvöld í minningu fórnarlamba loftárásanna 1945. AFP
EPA
AFP
EPA
AFP
EPA
EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert