Stúlkurnar taldar vera í húsi í Raqqa

Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum ganga í gegnum …
Kadiza Sultana, Amira Abase og Shamima Begum ganga í gegnum öryggishlið á Gatwick flugvelli þann 17. febrúar. AFP

Stúlkurnar þrjár sem yfirgáfu Bretland til að ganga til liðs við Ríki íslams eru taldar vera í húsi í borginni Raqqa í Sýrlandi samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar.

Shamima Begum, Kadiza Sultana og  Amira Abase, 15 stungu af frá heimilum sínum og flugu frá Gatwick til Tyrklands og þaðan til Sýrlands. Þær eru fimmtán og sextán ára gamlar.

Yfirvöld telja líklegt að stúlkurnar hafi ætlað sér að ganga í raðir Ríkis íslams.

Samkvæmt frétt Sky eru stúlkurnar taldar dvelja hjá breskri vinkonu sinni sem hefur verið í sambandi við þær í gegnum netið að undanförnu. Þá hefur heimildarmaður Sky upplýsingar um að stjórnvöld telji stúlkurnar heilar á húfi.

Borgin Raqqa er á yfirráðasvæði Ríkis íslams.

Sjá einnig: Földu bréfin og létu sig hverfa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert