Kviðdómarar tárfelldu

Þessi stilla úr öryggisupptöku sýnir Dzhokhar Tsarnaev og bróður hans …
Þessi stilla úr öryggisupptöku sýnir Dzhokhar Tsarnaev og bróður hans Tamerlan þar sem þeir yfirgefa æfingaskotsvæði innan við mánuði áður ein þeir létu til skarar skríða í Boston-maraþoninu. AFP

Saksóknarar í málinu gegn Dzokhar Tsarnaev, sem er ákærður fyrir sprengjuárásina í Boston-maraþoninu 2013, hafa lokið málflutningi sínum. Þeir hafa kallað til 92 vitni á síðustu vikum og m.a. leitast við að færa sönnur á að Tsarnaev hafi verið virkur og viljugur þátttakandi í árásinni.

Þrír létust og 264 slösuðust þegar sprengjurnar sprungu við mark maraþonsins hinn 15. apríl. Síðasta vitni ákæruvaldsins var meinafræðingurinn Henry Nields, sem lýsti sárum yngsta fórnarlambsins í hryllilegum smáatriðum.

Nokkrir kviðdómara í málinu tárfelldu þegar þeim voru sýndar fataleifar hins 8 ára gamla Martin Richard. Þeim voru einnig sýndar myndir af Richard-fjölskyldunni þar sem hún stendur á hliðarlínum maraþonsins, fyrir framan Tsarnaev, og myndir af Martin liggjandi í jörðinni.

Nú er komið að verjendum sakborningsins, sem hyggjast færa sönnur á að hann hafi verið undir áhrifum eldri bróður síns, Tamerlan, sem lést í skotbardaga við lögreglu þremur dögum eftir sprengjuárásina.

Dzokhar hefur látið lítið fyrir sér fara í dómsal, horft niður fyrir sig og einstaka sinnum átt orðaskipti við lögmann sinn, Judy Clarke.

Dzhokhar Tsarnaev.
Dzhokhar Tsarnaev. AFP
Þessi 9 mm Ruger P95-skammbyssa var notuð til að myrða …
Þessi 9 mm Ruger P95-skammbyssa var notuð til að myrða lögreglumanninn Sean Collier, sem talið er að bræðurnir hafi myrt á flóttanum undan lögreglu. AFP
Þessi grein úr nettímaritinu Inspired fannst á tölvu í eigu …
Þessi grein úr nettímaritinu Inspired fannst á tölvu í eigu Tsarnaev. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert