Seldi grunuðu upplýsingar

Bitcoin er rafræn mynt.
Bitcoin er rafræn mynt. AFP

Tveir bandarískir lögreglufulltrúar hafa verið ákærðir fyrir að hafa stolið stórum upphæðum rafræna gjaldmiðilsins Bitcoin í tengslum við rannsóknina á svartamarkaðsvefnum Silk Road, sem var lokað árið 2013.

Shaun nokkur Bridges er sakaður um að hafa stolið Bitcoin að andvirði 800 þúsund Bandaríkjadala en kollegi hans Carl Force er m.a. grunaður um peningaþvætti.

Stjórnandi Silk Road, Ross Ulbricht, hlaut dóm í febrúar síðastliðnum, en ákæruvaldið hélt því m.a. fram að hann hafði haft 18 milljónir Bandaríkjadala í formi Bitcoin upp úr rekstri markaðarins, þar sem fram fór verslun með ýmsan ólöglegan varning.

Við rannsókn málsins hafði Carl Force m.a. það hlutverk að hafa samskipti við Ulbricht undir dulnefninu Dread Pirate Roberts, en ákæruvaldið segir hann hafa tekið þátt í margskonar ólöglegu athæfi undir öðrum dulnefnum og hagnast á því.

Force er m.a. sakaður um að hafa selt þeim sem yfirvöld höfðu til rannsóknar upplýsingar um rannsóknina.

Nánar má lesa um málið hjá BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert