Rússar sýna mátt sinn

Stærsta herskrúðganga sem farinn hefur verið í Rússlandi fer fram í dag, í tilefni þess að 70 ár eru liðin frá því að bandamenn sigruðu nasista í seinni heimstyrjöldinni. Þúsundir hermanna taka þátt í göngunni, en fátt verður um háttsetta gesti sökum Úkraínudeilunnar.

Samkvæmt BBC eru yfir 20 þjóðhöfðingjar staddir í Moskvu í dag, en aðrir hafa kosið að sniðganga viðburðinn vegna aðkomu Rússa að krísunni í Úkraínu. Þegar hátíðin var sett í morgun, sagði Vladimir Pútín forseti að alþjóðlegri samvinnu hefði verið stofnað í hættu undanfarin ár.

Rússar hafa hafnað þeim ásökunum Vesturveldanna að þeir hafi séð uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu fyrir vopnum og búnaði. Yfir 6.000 hafa látið lífið síðan átök brutust út í Donetsk og Luhansk í apríl 2014.

Í ræðu sinni minntist Pútín þeirra fórna sem sovéskir hermenn hefðu fært í styrjöldinni. Þá þakkaði hann Bretum, Frökkum og Bandaríkjamönnum fyrir þeirra þátt í sigrinum.

En hann sagði einnig: „Á síðastliðnum áratugum hafa grundvallarreglur alþjóðasamvinnu verið hunsaðar í síauknum mæli. Við sjáum hvernig hernaðarbandalagahugsunarháttur er að ná rótum.“

Pútin hefur áður kvartað yfir tilraunum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Nato til að reisa vegg utan um rússneska herinn.

Viðstaddir hátíðarhöldi í Mosvku í dag eru m.a. Xi Jinping, forseti Kína, Pranab Mukherjee, forseti Indlands, og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Sumar hersveitanna sem taka þátt í göngunni eru íklæddar einkennisbúningum frá tímum heimstyrjaldarinnar, en meðal þess búnaðar sem skrýðir gönguna eru nýir hátækniskriðdrekar, T-14 Armata, og þá verða einnig til sýnis RS-24 flugskeyti, sem geta borið allt að þrjá kjarnaodda.

100 flugvélar munu fljúga yfir Rauða torgið, þar sem gangan fer fram.

Nánar má lesa um málið hjá BBC.

Rússneskir hermenn marsera á Rauða torginu.
Rússneskir hermenn marsera á Rauða torginu. AFP
Rússneskir sjóliðar.
Rússneskir sjóliðar. AFP
Hermenn í sögulegum búningum.
Hermenn í sögulegum búningum. AFP
Rússar minnast þess að 70 ár eru liðin frá því …
Rússar minnast þess að 70 ár eru liðin frá því að bandamenn sigruðu nasista í seinni heimstyrjöldinni. AFP
Kannski eru þessir að skiptast á sögum.
Kannski eru þessir að skiptast á sögum. AFP
Háttsettir gestir Pútín eru færri en ella vegna Úkraínudeilunnar.
Háttsettir gestir Pútín eru færri en ella vegna Úkraínudeilunnar. AFP
Rússneski herinn sýnir mátt sinn á Rauða torginu.
Rússneski herinn sýnir mátt sinn á Rauða torginu. AFP
Herþotur og eldsneytisbirgðavél fljúga yfir.
Herþotur og eldsneytisbirgðavél fljúga yfir. AFP
T 14 Armata-skriðdreki.
T 14 Armata-skriðdreki. AFP
Og allir í takt.
Og allir í takt. AFP
Su-34, Su-27 og MIG 29 orrustuvélar á flugi yfir torginu.
Su-34, Su-27 og MIG 29 orrustuvélar á flugi yfir torginu. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert