Björgunarþyrla fórst í Nepal

Ein af þeim mörgu Huey-þyrlum sem Bandaríkin sendu til Nepal.
Ein af þeim mörgu Huey-þyrlum sem Bandaríkin sendu til Nepal. AFP

Bandarísk herþyrla sem var að sinna björgunarstörfum í Nepal hvarf af ratsjám fyrir stundu. Óttast er að þyrlan hafi farist nærri borginni Charikot.

Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna var þyrlan að sinna björgunarstörfum í kjölfar jarðskjálftanna sem skokið hafa landið að undanförnu.

Þyrlan er af gerðinni Huey og tilheyrir sveit landgönguliða Bandaríkjanna. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni þegar atvikið átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert