Nýjar vísbendingar um hvarf Bens Needhams

Ben Needham
Ben Needham Skjáskot af Sky

Tæplega tveggja ára breskur drengur, Ben Neewham, hvarf þegar hann var í fríi á grísku eyjunni Kos ásamt fjölskyldu sinni árið 1991. Nú 24 árum síðar hafa komið nokkrar vísbendingar um hvar hann gæti verið að finna eftir að fjallað var um hvarf hans í sjónvarpi.

Samkvæmt frétt BBC kom móðir Bens, Kerry Needham, fram í gríska ríkissjónvarpinu í gær og biðlaði til allra þeirra sem veitt gætu upplýsingar um son hennar að gefa sig fram.

Meðal þeirra sem hafa haft samband er maður sem telur að hann geti verið Ben. Taka á lífsýni úr unga manninum en alls hafa borist á fjórða tug símtala og tölvupósta eftir viðtalið við Kerry Needham.

Matt Fenwick, lögreglumaður í South Yorkshire segir að fjölmargar vísbendingar hafi borist og einhverjar þeirra eru nýjar en aðrar þær sömu og voru áður komnar fram. Unnið verður náið með grísku lögreglunni við leitina.

Kerry Needham hefur aldrei efast um að sonur hennar væri á lífi en hann er 25 ára ef svo er. „Þetta er bara mín tilfinning,“ segir hún í viðtali við BBC.

„Það er eins og hann segi: hvað er þetta ég er hér, komið og sækið mig. Ég trúi því að hann sé þarna einhvers staðar. Ég held að það eigi ekki eftir að líða á löngu þar til við náum einhverjum árangri. Ég er vongóð hið minnsta.“

Ben Needham hvarf þann 24. júlí 1991 eftir að hafa ferðast til Kos með móður sinni og afa og ömmu sem voru að gera upp bóndabæ á eyjunni.

http://www.newsit.gr/ellada/ekklhsh-mhtera-ben-kseroume-einai-zwntanos-1605/403008

<div id="embedded-remove"> </div>

Ben Needham hefur verið leitað í 24 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert