Þjóðaratkvæði um ESB fyrir árslok 2017

Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar í Bretlandi í morgun.
Elísabet Bretlandsdrottning flutti stefnuræðu nýrrar ríkisstjórnar í Bretlandi í morgun. AFP

Dav­id Ca­meron for­sæt­is­ráðherra hyggst efna til þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild Bret­lands að Evr­ópu­sam­band­inu fyr­ir lok árs­ins 2017. Þetta kom fram í máli Elísa­bet­ar Bret­lands­drottn­ing­ar þegar hún kynnti stefnu­skrá nýrr­ar rík­is­stjórn­ar Íhalds­flokks­ins við setn­ingu breska þings­ins í morg­un.

Hún sagði jafn­framt að tekju­skatt­ar og virðis­auka­skatt­ar yrðu ekki hækkaðir á kjör­tíma­bil­inu, þ.e. á næstu fimm árum. Það var eitt af kosn­ingalof­orðum Íhalds­flokks­ins fyr­ir þing­kosn­ing­arn­ar í maí.

Þá kom fram í máli henn­ar að heima­stjórn­ir í Skotlandi og Wales myndu fá auk­in völd á kjör­tíma­bil­inu, þá sér­stak­lega á sviði skatta­mála. 

Að auki hyggst breska rík­is­stjórn­in leggja fram frum­varp á þing­inu til að banna starf­semi öfga­sam­taka í land­inu og draga úr straumi flótta­manna til lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert