Danir vilja endurheimta völd frá ESB

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn mbl.is/Ómar

Mikill vilji er fyrir því meðal danskra kjósenda að endursemja um veru Danmerkur í Evrópusambandinu ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af fyrirtækinu Norstat. Samkvæmt könnuninni vilja 46% endursemja um veru landsins í sambandinu en þriðjungur er því andvígur.

Fram kemur á fréttavefnum Politiko.dk að tilefni skoðanakönnunarinnar sé fyrirætlan breskra stjórnvalda undir forystu Davids Cameron forsætisráðherra að endursemja um veru Bretlands í Evrópusambandinu. Yfirlýst markmið bresku stjórnarinnar er að endurheimta ýmsar valdheimildir sem framseldar hafa verið til þessa til stofnana Evrópusambandsins.

Spurt var í skoðanakönnuninni hvort vilji væri fyrir því að endursemja um veru Danmerkur í Evrópusambandinu með hliðstæðum hætti og bresk stjórnvöld stefni að.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert